Innlent

Óánægður með svör sendiráðsins

Fram hefur komið að undanfarin ár hefur hópur starfsmanna bandaríska sendiráðsins við Laufásveg fylgst með mannaferðum við sendiráðið.Fréttablaðið/Stefán
Fram hefur komið að undanfarin ár hefur hópur starfsmanna bandaríska sendiráðsins við Laufásveg fylgst með mannaferðum við sendiráðið.Fréttablaðið/Stefán
Tilkynnt verður um viðbrögð íslenskra dómsmálayfirvalda vegna eftirlits bandaríska sendiráðsins í nágrenni sendiráðsbyggingarinnar í dag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er dómsmálaráðherra afar óánægður með svör bandaríska sendiráðsins.

Í hámæli komst í byrjun nóvember að bandaríska sendiráðið hafi starfrækt eftirlitshóp til að fylgjast með mannaferðum í nágrenni sendiráðsins.

Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra fór fram á að ríkislögreglustjóri upplýsti sig um hvort vitað hafi verið af eftirlitinu innan stofnunarinnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur ráðherrann átt tvo fundi með ríkislögreglustjóra vegna málsins.

Þá hefur verið leitað skýringa sendiráðsins vegna eftirlitsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þær skýringar ekki verið taldar fullnægjandi, og mun Ögmundur ekki ætla að una því.

Málið er sagt á lokastigi athugunar í dómsmálaráðuneytinu, og verður samkvæmt heimildum tilkynnt um næstu skref í dag.

Eftirlitshópar hafa verið starfræktir í öllum sendiráðum Bandaríkjanna frá því hryðjuverkaárásir voru gerðar á sendiráð landsins í Keníu og Tansaníu árið 1998.- bj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×