Erlent

Skólabörn tóku myndir af líki og köstuðu steinum í það

Maðurinn sem fannst látinn í tjörninni.
Maðurinn sem fannst látinn í tjörninni.

Hópur skólabarna fundu lík af miðaldra karlmanni í Bretlandi á dögunum. Grunur leikur á að manninum hafi verið ráðinn bani en hann fannst látinn í vatni nærri grunnskóla í Wiltshire.

Samkvæmt breska blaðinu Daily Mail voru börnin sem fundu manninn á unglingsaldri. Samkvæmt sjónarvotti sem blaðið ræddi við tóku sum börnin myndir af líkinu en talið er að einhverjar myndir hafi ratað á veraldarvefinn.

Þá hafi nokkrir unglingar kastað steinum í líkið. Sum börnin grétu þegar þau áttuðu sig á því að um látna manneskju væri að ræða.

Lögreglan rannsakar andlát mannsins en krufning leiddi í ljós að miklir höfuðáverka drógu manninn til dauða.

Lögreglan hefur borið kennsl á manninn og handtekið tvo einstaklinga sem eru grunaðir um að hafa myrt hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×