Handbolti

Danskir dómarar í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vín skrifar
Per Olesen við störf á HM í Þýskalandi fyrir þremur árum síðan.
Per Olesen við störf á HM í Þýskalandi fyrir þremur árum síðan. Nordic Photos / AFP
Það verður danskt dómarapar sem mun dæma viðureign Íslands og Frakklands í undanúrslitum Evrópumeistaramótsins í handbolta.

Þetta eru þeir Per Olesen og Lars Elby Pedersen sem eru nú að dæma sinn fimmta leik á mótinu.

Danirnir hafa áður dæmt leik með Frökkum en það gerði þeir á þriðjudaginn síðastliðinn er þeir unnu öruggan sigur á Slóvenum, 38-27.

Þeir dæmdu einnig viðureign Póllands og Spánar í hinum milliriðlinum sem og leiki Ungverja og Tékka annars vegar og Þýskalands og Póllands hins vegar í riðlakeppninni.

Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 13.00 og verður í beinni lýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×