Erlent

Vinsamlegast haldið ykkur fast í flugtakinu

Óli Tynes skrifar
Vél frá Tatrastan Airlines.
Vél frá Tatrastan Airlines.

Flugmálayfirvöld í Rússlandi rannsaka nú hvernig á því stóð að sex farþegum var hleypt um borð í flugvél í Tyrklandi án þess að til væru sæti fyrir þá. Vélin var frá rússneska flugfélaginu Tatrastan Airlines.

Hún var að fljúga frá Antalaya til Ekaterinburg. Það er fimm klukkustunda flug og farþegarnir sex urðu að standa alla leiðina. Þegar vélin lenti í mikilli ókyrrð fengu þeir raunar að setjast á ganginn. En þar eru engar sætisólar.

Enginn matur var til fyrir þessa farþega. Það sem þó þykir alvarlega var að engar súrefnisgrímur voru til fyrir þá ef á þyrfti að halda, og heldur engin björgunarvesti.

Breska blaðið Daily Mail sagði frá þessum atburði. Í athugasemd við fréttina bloggaði einn lesandi: „Guð minn góður, ég vona að Ryanair frétti ekki af þessu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×