Erlent

Sjálfsmorð eftir upptöku á ástarfundi

Óli Tynes skrifar
Tyler Clementi.
Tyler Clementi.

Átján ára gamall bandarískur háskólanemi framdi sjálfsmorð eftir að tvö skólasystkini hans tóku myndir af ástarfundi hans með öðrum karlkyns nemanda.

Skólasystkinin skildu eftir falda myndavél í herbergi nemandans. Þau notuðu svo spjallforrit sem kallast iChat til þess að koma myndunum á framfæri en á iChat er hægt að senda myndbands upptökur í beinni útsendingu.

Háskólaneminn hét Tyler Clementi. Þegar hann frétti af þessu lokaði hann fésbók sinni með orðunum: -Stekk fram af gw brúnni. Harma þetta.

Tvö vitni sáu hann svo stökkva fram af George Washington brúnni í New York. Lík hans fannst fljótlega.

Myndatökufólkið var handtekið og verður leitt fyrir rétt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×