Handbolti

Dagur: Svo fyndið að við urðum að prófa þetta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar
Dagur á blaðamannafundi í dag.
Dagur á blaðamannafundi í dag. Mynd/E. Stefán

Dagur Sigurðsson vakti mikla kátínu á blaðamannafundi austurríska landsliðsins hér í Linz þegar hann var spurður út í markvarðabragðið svokallaða sem Austurríkismenn beittu í gær.

Þegar Austurríki lenti í undirtölu gegn Dönum í gær tók Dagur markvörð liðsins af velli og setti útileikmenn í sérstakri treyju inn á völlinn í hans stað.

Þar með voru þeir aftur með jafn marga útileikmenn og Danir en með autt markið.

„Við vissum upp á hár að ef við myndum skora fengjum við mark á okkur strax á móti. En þetta var bara svo fyndið að við urðum að prófa þetta,“ sagði hann og uppskar mikinn hlátur.

Það er ljóst að Austurríkismenn töpuðu ekki á þessu, þvert á móti virtist herbragðið ganga fullkomnlega upp.

„Ég hef verið að spara þetta í undirbúningnum og var ánægður með hvernig þetta gekk hjá okkur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×