Rudd segir sektina vera Bandaríkjanna 9. desember 2010 04:00 Tölvuþrjótar hafa tekið höndum saman um að ráðast á fyrirtæki sem hafa neitað Wikileaks um þjónustu.nordicphotos/AFP Kevin Rudd, utanríkisráðherra Ástralíu og fyrrverandi forsætisráðherra, segir Bandaríkjastjórn sjálfa bera ábyrgð á því að samskiptakerfi Bandaríkjahers, sem átti að vera öruggt, reyndist ekki vera nægilega öruggt. Ábyrgðin sé engan veginn á herðum Julians Assange, stofnanda Wikileaks sem þessa dagana birtir hvert leyniskjalið á fætur öðru frá bandarískum sendiráðum víðs vegar um heim. „Ég tel að spyrja megi um það hvort öryggiskerfi þeirra hafi verið nægilega traust og hvaða aðgang fólk hafði að þessu efni yfir langt tímabil," sagði Rudd. „Meginábyrgðin, og þar með lagaleg ábyrgð, hvílir á þeim einstaklingum sem bera ábyrgð á þessum upphaflega leka í heimildarleysi." Þessi afstaða Rudds stangast nokkuð á við yfirlýsingar Júlíu Gillard forsætisráðherra, sem tók við af Rudd í júlí eftir að hafa steypt honum af leiðtogastóli Verkamannaflokksins. Hún sagði Wikileaks-birtingarnar „gróflega ábyrgðarlausar", en tók reyndar fram eins og Rudd að birting skjalanna hefði ekki orðið möguleg ef lög hefðu ekki verið brotin í Bandaríkjunum. Áströlsk stjórnvöld eru enn að skoða hvort Assange hafi með einhverjum hætti gerst brotlegur við áströlsk lög. Assange var handtekinn í London á þriðjudag og verður í varðhaldi meðan framsalsmál hans er til afgreiðslu í breska dómskerfinu. Sænsk stjórnvöld vilja fá hann framseldan til Svíþjóðar vegna ásakana um kynferðisbrot, en Assange hefur mótmælt framsalsbeiðninni. Hann hefur ekki verið formlega ákærður, en kærur hafa verið lagðar fram og saksóknari vill fá hann til yfirheyrslu áður en ákvörðun verður tekin um ákæru. Sænsk lög um kynferðisbrot eru strangari en í flestum öðrum löndum, þannig að Assange gæti reynst erfitt að komast undan þeim. Á fréttasíðum breska útvarpsins BBC segir að lögfræðingar gantist stundum með að menn þurfi að fá skriflegt leyfi áður en stofnað er til kynmaka. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Sjá meira
Kevin Rudd, utanríkisráðherra Ástralíu og fyrrverandi forsætisráðherra, segir Bandaríkjastjórn sjálfa bera ábyrgð á því að samskiptakerfi Bandaríkjahers, sem átti að vera öruggt, reyndist ekki vera nægilega öruggt. Ábyrgðin sé engan veginn á herðum Julians Assange, stofnanda Wikileaks sem þessa dagana birtir hvert leyniskjalið á fætur öðru frá bandarískum sendiráðum víðs vegar um heim. „Ég tel að spyrja megi um það hvort öryggiskerfi þeirra hafi verið nægilega traust og hvaða aðgang fólk hafði að þessu efni yfir langt tímabil," sagði Rudd. „Meginábyrgðin, og þar með lagaleg ábyrgð, hvílir á þeim einstaklingum sem bera ábyrgð á þessum upphaflega leka í heimildarleysi." Þessi afstaða Rudds stangast nokkuð á við yfirlýsingar Júlíu Gillard forsætisráðherra, sem tók við af Rudd í júlí eftir að hafa steypt honum af leiðtogastóli Verkamannaflokksins. Hún sagði Wikileaks-birtingarnar „gróflega ábyrgðarlausar", en tók reyndar fram eins og Rudd að birting skjalanna hefði ekki orðið möguleg ef lög hefðu ekki verið brotin í Bandaríkjunum. Áströlsk stjórnvöld eru enn að skoða hvort Assange hafi með einhverjum hætti gerst brotlegur við áströlsk lög. Assange var handtekinn í London á þriðjudag og verður í varðhaldi meðan framsalsmál hans er til afgreiðslu í breska dómskerfinu. Sænsk stjórnvöld vilja fá hann framseldan til Svíþjóðar vegna ásakana um kynferðisbrot, en Assange hefur mótmælt framsalsbeiðninni. Hann hefur ekki verið formlega ákærður, en kærur hafa verið lagðar fram og saksóknari vill fá hann til yfirheyrslu áður en ákvörðun verður tekin um ákæru. Sænsk lög um kynferðisbrot eru strangari en í flestum öðrum löndum, þannig að Assange gæti reynst erfitt að komast undan þeim. Á fréttasíðum breska útvarpsins BBC segir að lögfræðingar gantist stundum með að menn þurfi að fá skriflegt leyfi áður en stofnað er til kynmaka. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“