Gísli Gíslason: Skot sem geigar 16. apríl 2010 06:00 Sigurður Gunnarsson skotveiðimaður víkur að lífeyrissjóðalánum til Hvalfjarðarganga í grein í Fréttablaðinu 15. apríl og segir þar að „ástæðan fyrir því að ekki er fyrir löngu búið að borga upp Hvalfjarðargöng er sú að lán lífeyrissjóða til þeirrar framkvæmdar voru með okurvöxtum.“ Þetta skot geigar hjá veiðimanninum og það svo um munar. Íslenskir lífeyrissjóðir keyptu skuldabréf sem Spölur, eigandi væntanlegra Hvalfjarðarganga, gaf út. Þetta var fyrsta fjárfesting lífeyrissjóðanna í einkaframkvæmd og það í skuldabréfum sem hvorki voru með ríkisábyrgð eða tryggð með veði í fasteignum. Vextir á lánunum voru vissulega háir en lífeyrissjóðirnir þurftu eðlilega að tryggja vel hagsmuni sína og síns fólks. Aldeilis fráleitt er að kenna lánskjörin við okur. Fyrir Spöl skipti hins vegar meginmáli að lífeyrissjóðirnir skyldu sýna þá framsýni að brjóta ísinn og taka yfirleitt þátt í þessu mikla fjárfestingarverkefni. Afstaða þeirra hafði mikil og góð áhrif á aðra fjárfesta, ekki síst þá erlendu. Auðvelt er að færa rök fyrir því að án stuðnings forystumanna í íslensku lífeyrissjóðakerfi hefðu Hvalfjarðargöng tæplega orðið að veruleika á sínum tíma. Ég er viðkvæmur fyrir því að skotum sé beint að lífeyrissjóðunum á forsendum sem veiðimaðurinn gefur sér og get upplýst hann og aðra um að Spölur greiddi upp upphaflegu lífeyrissjóðalánin strax haustið 2004. Félagið hefur síðan nokkur ár til að greiða niður önnur lán sín eða til 2018, lögum samkvæmt. Þar á meðal eru lífeyrissjóðalán sem komu til sögunnar við skuldbreytingu hjá Speli 2005 á verulega lægri vöxtum en þekkjast nú um stundir. Allt er málið því í eðlilegum farvegi og hið eina sem fór ekki eins og til var stofnað var að Spölur gat leyft sér að láta vegfarendur njóta þess frá upphafi að umferðin um göngin væri mun meiri en ráð var fyrir gert og þar með tekjustreymi til félagsins. Veggjaldið átti að fylgja verðlagi en hefur aldrei gert það. Gjaldið er þannig stórum lægra en ef það hefði tekið vísitöluhækkunum á hverjum tíma. Ekkert bendir til annars en að Spölur verði skuldlaust félag 2018 og þeir sem stuðluðu að Hvalfjarðargöngum geti horft yfir farinn veg, býsna ánægðir með sín verk. Ég þakka lífeyrissjóðum fyrir þeirra hlut og framsýni. Það ættu skotveiðimenn líka að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Sjá meira
Sigurður Gunnarsson skotveiðimaður víkur að lífeyrissjóðalánum til Hvalfjarðarganga í grein í Fréttablaðinu 15. apríl og segir þar að „ástæðan fyrir því að ekki er fyrir löngu búið að borga upp Hvalfjarðargöng er sú að lán lífeyrissjóða til þeirrar framkvæmdar voru með okurvöxtum.“ Þetta skot geigar hjá veiðimanninum og það svo um munar. Íslenskir lífeyrissjóðir keyptu skuldabréf sem Spölur, eigandi væntanlegra Hvalfjarðarganga, gaf út. Þetta var fyrsta fjárfesting lífeyrissjóðanna í einkaframkvæmd og það í skuldabréfum sem hvorki voru með ríkisábyrgð eða tryggð með veði í fasteignum. Vextir á lánunum voru vissulega háir en lífeyrissjóðirnir þurftu eðlilega að tryggja vel hagsmuni sína og síns fólks. Aldeilis fráleitt er að kenna lánskjörin við okur. Fyrir Spöl skipti hins vegar meginmáli að lífeyrissjóðirnir skyldu sýna þá framsýni að brjóta ísinn og taka yfirleitt þátt í þessu mikla fjárfestingarverkefni. Afstaða þeirra hafði mikil og góð áhrif á aðra fjárfesta, ekki síst þá erlendu. Auðvelt er að færa rök fyrir því að án stuðnings forystumanna í íslensku lífeyrissjóðakerfi hefðu Hvalfjarðargöng tæplega orðið að veruleika á sínum tíma. Ég er viðkvæmur fyrir því að skotum sé beint að lífeyrissjóðunum á forsendum sem veiðimaðurinn gefur sér og get upplýst hann og aðra um að Spölur greiddi upp upphaflegu lífeyrissjóðalánin strax haustið 2004. Félagið hefur síðan nokkur ár til að greiða niður önnur lán sín eða til 2018, lögum samkvæmt. Þar á meðal eru lífeyrissjóðalán sem komu til sögunnar við skuldbreytingu hjá Speli 2005 á verulega lægri vöxtum en þekkjast nú um stundir. Allt er málið því í eðlilegum farvegi og hið eina sem fór ekki eins og til var stofnað var að Spölur gat leyft sér að láta vegfarendur njóta þess frá upphafi að umferðin um göngin væri mun meiri en ráð var fyrir gert og þar með tekjustreymi til félagsins. Veggjaldið átti að fylgja verðlagi en hefur aldrei gert það. Gjaldið er þannig stórum lægra en ef það hefði tekið vísitöluhækkunum á hverjum tíma. Ekkert bendir til annars en að Spölur verði skuldlaust félag 2018 og þeir sem stuðluðu að Hvalfjarðargöngum geti horft yfir farinn veg, býsna ánægðir með sín verk. Ég þakka lífeyrissjóðum fyrir þeirra hlut og framsýni. Það ættu skotveiðimenn líka að gera.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar