Byggir danstónlistarbrú milli Reykjavíkur og Ibiza 14. júlí 2010 08:00 Plötusnúðurinn Kristinn Bjarnason lenti á fundi með áhrifamiklum mönnum á Ibiza sem hafa mikinn áhuga á íslenskri partímenningu. Fréttabladid/Anton Plötusnúðurinn og eigandi Flex Music, Kristinn Bjarnason, lenti í miklu ævintýri á partíeyjunni Ibiza. Komst hann að því að mikill áhugi er þar á Íslandi. Lenti hann á fundi með áhrifamiklum mönnum sem vilja fara með Ibiza til Íslands og flytja Íslendinga út. „Ég fór þarna grunlaus og hélt að ég væri að fara að hitta kunningja minn, sem er plötusnúður á skemmtistaðnum Space, sem er einn sá flottasti á Ibiza," segir Kristinn en þegar hann mætti til fundar við vin sinn voru þar mættir eigandi staðarins og fjárfestar. „Þá var vinur minn búinn að bóka fund með þeim án þess að láta mig vita," segir Kristinn sem viðurkennir að hann hafi verið frekar stressaður því hann gerði sér strax grein fyrir að þetta væru áhrifamiklir menn innan skemmtanalífsins. Space er einn af flottustu og stærstu skemmtistöðum á eyjunni og margir af frægustu plötusnúðum heims koma þar fram. „Þeir hafa sem sagt mikinn áhuga á Íslandi og voru búnir að heyra að Reykjavík er kölluð Ibiza norðursins," segir Kristinn og bætir við að mennirnir vilji koma á eins konar samstarfi milli eyjanna og fá hann í lið með sér. Kristinn hefur löngum verið að flytja inn plötusnúða til landsins í gegnum fyrirtækið sitt Flex Music og var staddur á Ibiza í hópferð með útvarpstöðinni Flash Fm þar sem hann er með danstónlistarþátt. Hann ætlaði ekki bara að vera á Ibiza í fríi heldur vonaðist einnig eftir að geta komið sér upp tengslum við plötusnúða. „ Ég bjóst samt aldrei við þessu og þetta eru bara draumasamböndin. Við fórum á flottasta veitingastað sem ég hef komið á. Það var ekki einu sinni verð á matseðlinum," segir Kristinn sem er nú farinn að skipuleggja sérstök Ibiza-kvöld á skemmtistöðum Reykjavíkur og hópferðir Íslendinga út. „Við erum að plana þetta í sameiningu og ætlum að byrja á því að halda þrjú kvöld hér heima þar sem Ibiza-menn munu senda hingað plötusnúða og stelpur sem dansa. Þeir vilja koma með Ibiza-stemninguna hingað heim," segir Kristinn en á næsta ári er svo fyrirhuguð ferð til Ibiza þar sem skemmtistaðurinn Space vill halda íslenskt kvöld með íslenskum plötusnúðum. Þess má geta að skemmtistaðurinn Space er staðurinn þar sem íslenski plötusnúðurinn Bensól mun þeyta skífum á sunnudögum, eftir að hann vann plötusnúðakeppni á netinu. Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Bólugrafinn bavíani, óþolandi asni og svalt sjarmatröll Gagnrýni „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Plötusnúðurinn og eigandi Flex Music, Kristinn Bjarnason, lenti í miklu ævintýri á partíeyjunni Ibiza. Komst hann að því að mikill áhugi er þar á Íslandi. Lenti hann á fundi með áhrifamiklum mönnum sem vilja fara með Ibiza til Íslands og flytja Íslendinga út. „Ég fór þarna grunlaus og hélt að ég væri að fara að hitta kunningja minn, sem er plötusnúður á skemmtistaðnum Space, sem er einn sá flottasti á Ibiza," segir Kristinn en þegar hann mætti til fundar við vin sinn voru þar mættir eigandi staðarins og fjárfestar. „Þá var vinur minn búinn að bóka fund með þeim án þess að láta mig vita," segir Kristinn sem viðurkennir að hann hafi verið frekar stressaður því hann gerði sér strax grein fyrir að þetta væru áhrifamiklir menn innan skemmtanalífsins. Space er einn af flottustu og stærstu skemmtistöðum á eyjunni og margir af frægustu plötusnúðum heims koma þar fram. „Þeir hafa sem sagt mikinn áhuga á Íslandi og voru búnir að heyra að Reykjavík er kölluð Ibiza norðursins," segir Kristinn og bætir við að mennirnir vilji koma á eins konar samstarfi milli eyjanna og fá hann í lið með sér. Kristinn hefur löngum verið að flytja inn plötusnúða til landsins í gegnum fyrirtækið sitt Flex Music og var staddur á Ibiza í hópferð með útvarpstöðinni Flash Fm þar sem hann er með danstónlistarþátt. Hann ætlaði ekki bara að vera á Ibiza í fríi heldur vonaðist einnig eftir að geta komið sér upp tengslum við plötusnúða. „ Ég bjóst samt aldrei við þessu og þetta eru bara draumasamböndin. Við fórum á flottasta veitingastað sem ég hef komið á. Það var ekki einu sinni verð á matseðlinum," segir Kristinn sem er nú farinn að skipuleggja sérstök Ibiza-kvöld á skemmtistöðum Reykjavíkur og hópferðir Íslendinga út. „Við erum að plana þetta í sameiningu og ætlum að byrja á því að halda þrjú kvöld hér heima þar sem Ibiza-menn munu senda hingað plötusnúða og stelpur sem dansa. Þeir vilja koma með Ibiza-stemninguna hingað heim," segir Kristinn en á næsta ári er svo fyrirhuguð ferð til Ibiza þar sem skemmtistaðurinn Space vill halda íslenskt kvöld með íslenskum plötusnúðum. Þess má geta að skemmtistaðurinn Space er staðurinn þar sem íslenski plötusnúðurinn Bensól mun þeyta skífum á sunnudögum, eftir að hann vann plötusnúðakeppni á netinu.
Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Bólugrafinn bavíani, óþolandi asni og svalt sjarmatröll Gagnrýni „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“