Hæg heimatökin Svavar Gestsson skrifar 15. nóvember 2010 06:00 1. Álfheiður Ingadótir hafði frumkvæði að því á dögunum að Alþingi fjallaði um eftirlitsstarfsemi bandaríska sendiráðsins. Tilefnið var að bandaríska sendiráðið í Ósló hafði ráðið eftirlaunalöggur til þess að fylgjast með mannaferðum í höfuðstað Noregs og það komst upp. Hafði þessi starfsemi viðgengist án þess að norska utanríkisráðuneytið hefði hugmynd um málið. Dómsmálaráðherra hét því að láta kanna þetta mál sérstaklega á Íslandi og kvaðst hann hafa falið ríkislögreglustjóra að fjalla um málið. Verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því. Ekki er nóg að skoða þetta mál í augnablikinu. Það þarf að upplýsa um sögu þessarar starfsemi í bandaríska sendiráðinu og það með hvort bandaríska sendiráðið hefur stundað þessa starfsemi með vitund og vilja einhvers annars íslensks aðila en utanríkisráðuneytisins. 2. Fyrir nokkrum árum upplýsti Kjartan Ólafsson fyrrverandi alþingismaður um hleranir á símum fjölda íslenskra vinstri manna. Hvar eru hlerunarskýrslurnar? Voru þær allar brenndar í tunnu fyrir ofan Geitháls? Fengu aðrir en lögreglan aðgang að þessum skýrslum? Hverjir? 3. Vorið 1963 birti Þjóðviljinn yfirlit yfir skráningu á stjórnmálaskoðunum vinstri manna á Íslandi sem blaðið fullyrti að hefðu verið unnar fyrir Sjálfstæðisflokkinn og jafnvel bandaríska sendiráðið. Þessar fréttir þarf að kanna betur. 4. Fyrir nokkrum árum bar svo við að rætt var í blöðum og víðar um fyrirbæri sem kallað var „íslenska öryggisþjónustan". Ekki kom þá fram hvað það var né hvar það starfaði. Þeir sem skrifuðu virtust þó sumir þekkja vel til þessa fyrirbæris. Þeir sem þá blogguðu og spurðu voru Ögmundur Jónasson, nú verðandi innanríkisráðherra og Össur Skarphéðinsson, nú utanríkisráðherra. Það færi vel á því að upplýst yrði af þessu tilefni hvar íslenska öryggisþjónustan er niður komin um þessar mundir, hvort hún hefur verið lögð niður og hvar hún hafi starfaði og á ábyrgð hverra. Eða var hún uppspuni? Það ættu að vera hæg heimatökin. Allt það sem hér hefur verið nefnt þarf að skoða; það er hluti af kaldastríðssögunni, hersetusafninu, sem senn verður stofnað. Upplýsingarnar eru nær eingöngu um liðna tíð. Þess vegna ætti að vera unnt að opna þær upp á gátt. Það þarf að gera áður en safnið sjálft verður opnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Sjá meira
1. Álfheiður Ingadótir hafði frumkvæði að því á dögunum að Alþingi fjallaði um eftirlitsstarfsemi bandaríska sendiráðsins. Tilefnið var að bandaríska sendiráðið í Ósló hafði ráðið eftirlaunalöggur til þess að fylgjast með mannaferðum í höfuðstað Noregs og það komst upp. Hafði þessi starfsemi viðgengist án þess að norska utanríkisráðuneytið hefði hugmynd um málið. Dómsmálaráðherra hét því að láta kanna þetta mál sérstaklega á Íslandi og kvaðst hann hafa falið ríkislögreglustjóra að fjalla um málið. Verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því. Ekki er nóg að skoða þetta mál í augnablikinu. Það þarf að upplýsa um sögu þessarar starfsemi í bandaríska sendiráðinu og það með hvort bandaríska sendiráðið hefur stundað þessa starfsemi með vitund og vilja einhvers annars íslensks aðila en utanríkisráðuneytisins. 2. Fyrir nokkrum árum upplýsti Kjartan Ólafsson fyrrverandi alþingismaður um hleranir á símum fjölda íslenskra vinstri manna. Hvar eru hlerunarskýrslurnar? Voru þær allar brenndar í tunnu fyrir ofan Geitháls? Fengu aðrir en lögreglan aðgang að þessum skýrslum? Hverjir? 3. Vorið 1963 birti Þjóðviljinn yfirlit yfir skráningu á stjórnmálaskoðunum vinstri manna á Íslandi sem blaðið fullyrti að hefðu verið unnar fyrir Sjálfstæðisflokkinn og jafnvel bandaríska sendiráðið. Þessar fréttir þarf að kanna betur. 4. Fyrir nokkrum árum bar svo við að rætt var í blöðum og víðar um fyrirbæri sem kallað var „íslenska öryggisþjónustan". Ekki kom þá fram hvað það var né hvar það starfaði. Þeir sem skrifuðu virtust þó sumir þekkja vel til þessa fyrirbæris. Þeir sem þá blogguðu og spurðu voru Ögmundur Jónasson, nú verðandi innanríkisráðherra og Össur Skarphéðinsson, nú utanríkisráðherra. Það færi vel á því að upplýst yrði af þessu tilefni hvar íslenska öryggisþjónustan er niður komin um þessar mundir, hvort hún hefur verið lögð niður og hvar hún hafi starfaði og á ábyrgð hverra. Eða var hún uppspuni? Það ættu að vera hæg heimatökin. Allt það sem hér hefur verið nefnt þarf að skoða; það er hluti af kaldastríðssögunni, hersetusafninu, sem senn verður stofnað. Upplýsingarnar eru nær eingöngu um liðna tíð. Þess vegna ætti að vera unnt að opna þær upp á gátt. Það þarf að gera áður en safnið sjálft verður opnað.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar