19 ára Mexíkani ráðinn til BMW Sauber 22. september 2010 17:15 Esteban Gutierrez er nítjan ára gamall og frá Mexíkó. Mynd: Getty Images Esteban Gutierrez frá Mexikó hefur verið ráðinn þróunar og varaökumaður BMW Sauber liðsins. Hann er með yngri ökumönnum sem hafa gengið til liðs við Formúlu 1 lið. Gutierrez er 19 ára gamall og varð nýlega meistari í GP3 mótaröðinni með ART liðinu, sem er þekkt keppnislið. Kappinn vann fimm mót af sextán í mótaröðinni. Peter Sauber, eigandi BMW Sauber hefur verið naskur að finna ökumenn og gaf Kimi Raikkönen m.a. fyrsta sjénsinn í Formúlu 1 á sínum tíma. "Esteban er mjög þroskaður miðað við aldur og það hefur verið sönn ánægja að fá hann og hafa í herbúðum okkar", sagði Sauber í frétt á f1.com, en Gutierrez hefur verið tengdur liðinu á árinu. Hann prófaði einni BMW í fyrra á æfingu. "Liðið hvatti hann í GP3 mótaröðinni, þar sem hann sýndi kænsku og við erum vissir um að hann mun þróast hratt. Hann er hógvær og námsfús og er vinsæll innan liðsins." Gutierrez segir Formúlu 1 keppni sitt markmið. "Ég hef lært mikið um fagmennskuna í Formúlu 1 og í september æfði ég líkamlegu hliðina með tveimur ökumönnum liðsins. Formúla 1 er mitt markmið og ég er þakklátur Peter Sauber fyrir traust hans á mér og hæfileikum mínum", sagði Gutierrez. Hann mun keyra með fleiri ungliðum á sérstakri æfingu í Abu Dhabi í nóvember. Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Esteban Gutierrez frá Mexikó hefur verið ráðinn þróunar og varaökumaður BMW Sauber liðsins. Hann er með yngri ökumönnum sem hafa gengið til liðs við Formúlu 1 lið. Gutierrez er 19 ára gamall og varð nýlega meistari í GP3 mótaröðinni með ART liðinu, sem er þekkt keppnislið. Kappinn vann fimm mót af sextán í mótaröðinni. Peter Sauber, eigandi BMW Sauber hefur verið naskur að finna ökumenn og gaf Kimi Raikkönen m.a. fyrsta sjénsinn í Formúlu 1 á sínum tíma. "Esteban er mjög þroskaður miðað við aldur og það hefur verið sönn ánægja að fá hann og hafa í herbúðum okkar", sagði Sauber í frétt á f1.com, en Gutierrez hefur verið tengdur liðinu á árinu. Hann prófaði einni BMW í fyrra á æfingu. "Liðið hvatti hann í GP3 mótaröðinni, þar sem hann sýndi kænsku og við erum vissir um að hann mun þróast hratt. Hann er hógvær og námsfús og er vinsæll innan liðsins." Gutierrez segir Formúlu 1 keppni sitt markmið. "Ég hef lært mikið um fagmennskuna í Formúlu 1 og í september æfði ég líkamlegu hliðina með tveimur ökumönnum liðsins. Formúla 1 er mitt markmið og ég er þakklátur Peter Sauber fyrir traust hans á mér og hæfileikum mínum", sagði Gutierrez. Hann mun keyra með fleiri ungliðum á sérstakri æfingu í Abu Dhabi í nóvember.
Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira