Efling heilsugæslunnar Haraldur Sæmundsson og Héðinn Jónsson skrifar 13. desember 2010 09:58 Aðstæðurnar í samfélaginu krefjast þess að við hugsum málefni heilsugæslunnar upp á nýtt og gerum hana að eftirsóknarverðum vinnustað sem starfsfólk er stolt af. Við fögnum því að málefni heilsugæslunnar séu rædd á þingi og fái aukið vægi í umræðunni. Mikilvægt er að umræðan sé á faglegum forsendum og allir sem hlut eiga að máli komi með sín sjónarmið og hugmyndir að borðinu. Heilsugæslunni er vandi búinn. Hún á að vera fyrsti viðkomustaður fólks sem vill gæta að heilsu sinni. Nú er stór hluti landsmanna sem ekki treystir eða getur treyst á að heilsugæslan sé þeirra fyrsti viðkomustaður. Efling heilsugæslu hefur verið á verkefnaskrá ríkisstjórna um langt skeið. Skortur á heimilislæknum og vandkvæði við að fylla þær námsstöður sem í boði eru hefur einkennt umræðuna um vanda heilsugæslunnar. Í frétt Fréttablaðsins fimmtudaginn 9. desember er rætt um hugmyndir þingmanna að lausnum vanda heilsugæslunnar. Þau verkefni sem heilsugæslan stendur frammi fyrir eru mörg hver flókin og mikilvægt er að horfa á heilsugæsluna sem heild en ekki einblína á eina fagstétt í þessum efnum. Þverfagleg vinna og breytt verkaskipting milli heilbrigðisstétta er klárlega nokkuð sem þarf að horfa til þegar unnið er að stefnumótun fyrir heilsugæsluna. Einstaklingurinn sem leitar til heilsugæslunnar á að vera útgangspunkturinn í slíkri stefnumótun. Ef gera á heilsugæsluna að fyrsta viðkomustað einstaklinga þarf að efla trú almennings á henni. Til að heilsugæslan sé trúverðug þarf hún að hafa á að skipa fjölbreyttum fagstéttum sem geta í sameiningu leyst bæði einföld og flókin vandamál á faglegan og hagkvæman hátt. Meðal þeirra stétta sem komið geta að slíku starfi eru sjúkraþjálfarar líkt og tíðkast víða erlendis s.s. í Noregi, Svíþjóð og Bretlandi. Með því að kalla fleiri heilbrigðisstéttir inn í heilsugæsluna og nýta þverfaglega teymisvinnu við úrlausn heilsufarslegra viðfangsefna má létta á vinnuálagi heimilislækna og stytta bið einstaklinga eftir þjónustu. Sem dæmi má nefna að stór hluti af komum á heilsugæsluna í dag er vegna stoðkerfisvandamála. Sérhæfð menntun og djúpstæð þekking sjúkraþjálfara á stoðkerfi og starfsemi líkamans gæti þar komið að góðum notum. Ef vel tekst til með stefnumótun fyrir heilsugæsluna gæti þar falist lykillinn að lausnum á þeim heilsufarsvandamálum sem að okkur steðja og þar með bætt heilsu landsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Aðstæðurnar í samfélaginu krefjast þess að við hugsum málefni heilsugæslunnar upp á nýtt og gerum hana að eftirsóknarverðum vinnustað sem starfsfólk er stolt af. Við fögnum því að málefni heilsugæslunnar séu rædd á þingi og fái aukið vægi í umræðunni. Mikilvægt er að umræðan sé á faglegum forsendum og allir sem hlut eiga að máli komi með sín sjónarmið og hugmyndir að borðinu. Heilsugæslunni er vandi búinn. Hún á að vera fyrsti viðkomustaður fólks sem vill gæta að heilsu sinni. Nú er stór hluti landsmanna sem ekki treystir eða getur treyst á að heilsugæslan sé þeirra fyrsti viðkomustaður. Efling heilsugæslu hefur verið á verkefnaskrá ríkisstjórna um langt skeið. Skortur á heimilislæknum og vandkvæði við að fylla þær námsstöður sem í boði eru hefur einkennt umræðuna um vanda heilsugæslunnar. Í frétt Fréttablaðsins fimmtudaginn 9. desember er rætt um hugmyndir þingmanna að lausnum vanda heilsugæslunnar. Þau verkefni sem heilsugæslan stendur frammi fyrir eru mörg hver flókin og mikilvægt er að horfa á heilsugæsluna sem heild en ekki einblína á eina fagstétt í þessum efnum. Þverfagleg vinna og breytt verkaskipting milli heilbrigðisstétta er klárlega nokkuð sem þarf að horfa til þegar unnið er að stefnumótun fyrir heilsugæsluna. Einstaklingurinn sem leitar til heilsugæslunnar á að vera útgangspunkturinn í slíkri stefnumótun. Ef gera á heilsugæsluna að fyrsta viðkomustað einstaklinga þarf að efla trú almennings á henni. Til að heilsugæslan sé trúverðug þarf hún að hafa á að skipa fjölbreyttum fagstéttum sem geta í sameiningu leyst bæði einföld og flókin vandamál á faglegan og hagkvæman hátt. Meðal þeirra stétta sem komið geta að slíku starfi eru sjúkraþjálfarar líkt og tíðkast víða erlendis s.s. í Noregi, Svíþjóð og Bretlandi. Með því að kalla fleiri heilbrigðisstéttir inn í heilsugæsluna og nýta þverfaglega teymisvinnu við úrlausn heilsufarslegra viðfangsefna má létta á vinnuálagi heimilislækna og stytta bið einstaklinga eftir þjónustu. Sem dæmi má nefna að stór hluti af komum á heilsugæsluna í dag er vegna stoðkerfisvandamála. Sérhæfð menntun og djúpstæð þekking sjúkraþjálfara á stoðkerfi og starfsemi líkamans gæti þar komið að góðum notum. Ef vel tekst til með stefnumótun fyrir heilsugæsluna gæti þar falist lykillinn að lausnum á þeim heilsufarsvandamálum sem að okkur steðja og þar með bætt heilsu landsmanna.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar