Er þetta þakklætið? Helga Atladóttir skrifar 13. desember 2010 09:46 Nú eru tímar hagræðingar innan opinbera kerfisins, tímar erfiðra og óvinsælla ákvarðana. Hver er svo sem ánægður má velta fyrir sér. Ég er hjúkrunarforstjóri á millistóru blönduðu hjúkrunar- og dvalarheimili úti á landi. Þar búa 78 heimilismenn og af þeim eru 22 íbúar í tvíbýli. Á seinasta starfsári var heimili okkar ekki rekið með tapi. Það var rekið með 100% nýtingu á rýmum. Biðlisti er í dag með 22 einstaklingum. Mér þykir gaman í vinnunni og það veitir mér mikla ánægju að starfa með öldruðum og þeirra aðstandendum. Mig vantar aðstoð við að halda uppi þeirri þjónustu sem öldrunarstofnanir í landinu eru að veita. Á bak við hvern íbúa eru einstaklingar, fjölskylda og saga íbúanna nær langt aftur. Margir þeirra hafa í gegnum tíðina stuðlað að einhverjum hætti að uppbyggingu landsins. Allir þessir íbúar hafa vonir, óskir og væntingar til samfélagsins. Þetta er fólkið sem við eigum að þakka fyrir þeirra starf í að byggja upp landið okkar. Þetta er fólk sem þekkir hvað það er að lifa í kreppu, fólk sem sættir sig við margt og hefur lifað tímanna tvenna. Fólk sem jafnvel í dag býr við það að bíða í langan tíma eftir einbýli. Fólk sem bíður eftir að komast að hjá sjúkraþjálfa og bíður eftir sumrinu til að verða aftur keyrt út fyrir heimilið í hjólastól. Þessi mál snerta okkur ekki fyrir alvöru fyrr en það eru foreldrar okkar sem um ræðir. Það er bara því miður svoleiðis. Er þetta þakklætið spyr ég nú bara og nota um leið orðalag heimilismanns hjá okkur. Aldraðir eiga betra skilið en að lengja þurfi biðtíma eftir rými en með svo miklum niðurskurði í öldrunarmálum er það þetta sem verður óhjákvæmilegt. Sá sparnaður sem átti að vera á landsbyggðarsjúkrahúsum hefur verið yfirfærður á öldrunarstofnanir. Niðurskurður verður því ekki 5% eins og við var búist heldur allt að því 15% niðurskurður á heimili fyrir aldraða. Það er ekki hægt að loka deildum nema með því að senda heimilismenn út af heimilunum. Öldrunarheimili ráða ekki við þann niðurskurð og því blasir við að loka þurfi öldrunarstofnunum. Ég harma það að heimili íbúanna okkar á Höfða þurfi þrátt fyrir góðan rekstur, mjög góða nýtingu rýma og biðlista að lenda í svo harkalegum niðurskurði eins og raun ber vitni. Bið ég því um endurskoðun á því. Hvar eru svo þeir sem styðja við aldraða? Þúsund manna fundir sem haldnir voru þegar við blasti niðurskurður á landsbyggðarsjúkrahúsum skiluðu árangri, nú verðum við sem hugsum um velferð aldraðra að passa upp á hag þeirra. Oft er þörf en nú er nauðsyn að styðja við hagsmuni aldraðra í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Nú eru tímar hagræðingar innan opinbera kerfisins, tímar erfiðra og óvinsælla ákvarðana. Hver er svo sem ánægður má velta fyrir sér. Ég er hjúkrunarforstjóri á millistóru blönduðu hjúkrunar- og dvalarheimili úti á landi. Þar búa 78 heimilismenn og af þeim eru 22 íbúar í tvíbýli. Á seinasta starfsári var heimili okkar ekki rekið með tapi. Það var rekið með 100% nýtingu á rýmum. Biðlisti er í dag með 22 einstaklingum. Mér þykir gaman í vinnunni og það veitir mér mikla ánægju að starfa með öldruðum og þeirra aðstandendum. Mig vantar aðstoð við að halda uppi þeirri þjónustu sem öldrunarstofnanir í landinu eru að veita. Á bak við hvern íbúa eru einstaklingar, fjölskylda og saga íbúanna nær langt aftur. Margir þeirra hafa í gegnum tíðina stuðlað að einhverjum hætti að uppbyggingu landsins. Allir þessir íbúar hafa vonir, óskir og væntingar til samfélagsins. Þetta er fólkið sem við eigum að þakka fyrir þeirra starf í að byggja upp landið okkar. Þetta er fólk sem þekkir hvað það er að lifa í kreppu, fólk sem sættir sig við margt og hefur lifað tímanna tvenna. Fólk sem jafnvel í dag býr við það að bíða í langan tíma eftir einbýli. Fólk sem bíður eftir að komast að hjá sjúkraþjálfa og bíður eftir sumrinu til að verða aftur keyrt út fyrir heimilið í hjólastól. Þessi mál snerta okkur ekki fyrir alvöru fyrr en það eru foreldrar okkar sem um ræðir. Það er bara því miður svoleiðis. Er þetta þakklætið spyr ég nú bara og nota um leið orðalag heimilismanns hjá okkur. Aldraðir eiga betra skilið en að lengja þurfi biðtíma eftir rými en með svo miklum niðurskurði í öldrunarmálum er það þetta sem verður óhjákvæmilegt. Sá sparnaður sem átti að vera á landsbyggðarsjúkrahúsum hefur verið yfirfærður á öldrunarstofnanir. Niðurskurður verður því ekki 5% eins og við var búist heldur allt að því 15% niðurskurður á heimili fyrir aldraða. Það er ekki hægt að loka deildum nema með því að senda heimilismenn út af heimilunum. Öldrunarheimili ráða ekki við þann niðurskurð og því blasir við að loka þurfi öldrunarstofnunum. Ég harma það að heimili íbúanna okkar á Höfða þurfi þrátt fyrir góðan rekstur, mjög góða nýtingu rýma og biðlista að lenda í svo harkalegum niðurskurði eins og raun ber vitni. Bið ég því um endurskoðun á því. Hvar eru svo þeir sem styðja við aldraða? Þúsund manna fundir sem haldnir voru þegar við blasti niðurskurður á landsbyggðarsjúkrahúsum skiluðu árangri, nú verðum við sem hugsum um velferð aldraðra að passa upp á hag þeirra. Oft er þörf en nú er nauðsyn að styðja við hagsmuni aldraðra í landinu.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar