Sjálfbær nýting jarðhitans Gústaf Adolf Skúlason skrifar 13. desember 2010 05:00 Hverjir hafa mesta hagsmuni af því að orkuauðlindir séu nýttar á sjálfbæran hátt? Augljóslega þau orkufyrirtæki sem nýta umræddar auðlindir. Jarðhitinn er alþjóðlega skilgreindur sem endurnýjanleg orkulind, líkt og vatnsaflið ásamt fleirum. Ágætir fræðimenn hafa bent á að hægt sé að nýta jarðhitann þannig að ekki verði flokkað undir sjálfbæra nýtingu. Þetta hafa hins vegar sumir aðrir lesið á þann hátt að verið sé að nýta jarðhitann á ósjálfbæran hátt hérlendis. En hverjir ættu að gera það og hvers vegna? Það eru jú orkufyrirtækin sjálf sem hafa mesta hagsmuni af góðri umgengni við auðlindina. Þar við bætist að nýtingin fer fram undir eftirliti Orkustofnunar, sem hefur heimildir til inngripa ef hún telur að nýtingin sé ekki í samræmi við starfsleyfisskilmála. Önnur algeng gagnrýni á nýtingu jarðvarmans hérlendis snýr að þeirri orku sem ekki nýtist, svo sem þar sem hitinn er eingöngu nýttur til raforkuframleiðslu. Nú eru raunar einnig mörg dæmi um margþætta nýtingu jarðhitans. Svartsengi er sérlega glæsilegt dæmi í þeim efnum. Þar er jarðhitinn nýttur til húshitunar, raforkuframleiðslu, heilsubaða með tilheyrandi ferðaþjónustu og húðvöruframleiðslu (Bláa lónið), að ógleymdri metanól framleiðslunni úr koltvísýringnum, sem nú er í undirbúningi á vegum fyrirtækisins Carbon Recycling International. Risastór gróðurhús? Í þessu orkunýtingarsamhengi er nú iðulega spurt hví „við" séum ekki að byggja hér risavaxin gróðurhús, til að nýta þann varma sem jarðhitavirkjanir eru ekki að nýta í dag. Við þessu er einfalt svar: Hver sá sem hefur áhuga á að stofna til slíkrar starfsemi er án efa mjög velkominn í viðræður við viðkomandi orkufyrirtæki. Þær viðræður yrðu hins vegar að vera á viðskiptalegum forsendum, um orkuverð, orkuform o.s.frv. Vandséð er hins vegar að íslenskir garðyrkjubændur yrðu ánægðir með að orkufyrirtækin, sem flest eru í opinberri eigu, færu sjálf í samkeppni við þá í framleiðslu á grænmeti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Hverjir hafa mesta hagsmuni af því að orkuauðlindir séu nýttar á sjálfbæran hátt? Augljóslega þau orkufyrirtæki sem nýta umræddar auðlindir. Jarðhitinn er alþjóðlega skilgreindur sem endurnýjanleg orkulind, líkt og vatnsaflið ásamt fleirum. Ágætir fræðimenn hafa bent á að hægt sé að nýta jarðhitann þannig að ekki verði flokkað undir sjálfbæra nýtingu. Þetta hafa hins vegar sumir aðrir lesið á þann hátt að verið sé að nýta jarðhitann á ósjálfbæran hátt hérlendis. En hverjir ættu að gera það og hvers vegna? Það eru jú orkufyrirtækin sjálf sem hafa mesta hagsmuni af góðri umgengni við auðlindina. Þar við bætist að nýtingin fer fram undir eftirliti Orkustofnunar, sem hefur heimildir til inngripa ef hún telur að nýtingin sé ekki í samræmi við starfsleyfisskilmála. Önnur algeng gagnrýni á nýtingu jarðvarmans hérlendis snýr að þeirri orku sem ekki nýtist, svo sem þar sem hitinn er eingöngu nýttur til raforkuframleiðslu. Nú eru raunar einnig mörg dæmi um margþætta nýtingu jarðhitans. Svartsengi er sérlega glæsilegt dæmi í þeim efnum. Þar er jarðhitinn nýttur til húshitunar, raforkuframleiðslu, heilsubaða með tilheyrandi ferðaþjónustu og húðvöruframleiðslu (Bláa lónið), að ógleymdri metanól framleiðslunni úr koltvísýringnum, sem nú er í undirbúningi á vegum fyrirtækisins Carbon Recycling International. Risastór gróðurhús? Í þessu orkunýtingarsamhengi er nú iðulega spurt hví „við" séum ekki að byggja hér risavaxin gróðurhús, til að nýta þann varma sem jarðhitavirkjanir eru ekki að nýta í dag. Við þessu er einfalt svar: Hver sá sem hefur áhuga á að stofna til slíkrar starfsemi er án efa mjög velkominn í viðræður við viðkomandi orkufyrirtæki. Þær viðræður yrðu hins vegar að vera á viðskiptalegum forsendum, um orkuverð, orkuform o.s.frv. Vandséð er hins vegar að íslenskir garðyrkjubændur yrðu ánægðir með að orkufyrirtækin, sem flest eru í opinberri eigu, færu sjálf í samkeppni við þá í framleiðslu á grænmeti.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar