Ný stjórn Arion banka kosin í dag - sænskur stjórnarformaður 18. mars 2010 17:37 Ný stjórn Arion banka var kosin á hluthafafundi bankans í dag, fimmtudaginn 18. mars. Á stjórnarfundi Arion banka sem var haldinn í kjölfarið var Monica Caneman kjörin stjórnarformaður en aðrir stjórnarmenn eru Guðrún Johnsen, varaformaður, Kristján Jóhannsson, Steen Hemmingsen og Theodór S. Sigurbergsson. Varamenn stjórnar eru: Agnar Kofoed-Hansen, Jóhannes R. Jóhannesson, Ólafur Helgi Ólafsson, María Grétarsdóttir og Guðrún Björnsdóttir. Skipan stjórnar er samkvæmt skilyrðum Fjármálaeftirlitsins um eignarhald Kaupskila á Arion banka, en þau kveða m.a. á um að meirihluti stjórnarmanna, þar á meðal stjórnarformaður, skuli vera óháður Kaupþingi og einstökum kröfuhöfum. Auk þess er heimilt að einn stjórnarmaður komi úr röðum skilanefndar. Bankasýsla ríkisins skipar einn stjórnarmann samkvæmt tillögum valnefndar. Í kjölfar skipunar stjórnarinnar mun FME meta stjórnarmenn Arion banka með tilliti til þess hvort þeir uppfylli kröfur, m.a. um þekkingu og reynslu af fjármálastarfsemi. Hér má lesa um stjórnarmennina: Monica Caneman, stjórnarformaður. Monica er sænsk og býr í Svíþjóð. Hún útskrifaðist sem hagfræðingur frá Stockholm School of Economics 1976. Hún starfaði hjá Skandinaviska Enskilda Banken (nú SEB) frá 1977 til 2001 og gegndi ýmsum störfum innan viðskiptabankahlutans. Árið 1995 tók hún sæti í framkvæmdastjórn bankans og varð aðstoðarforstjóri 1997. Samtímis varð hún varamaður í stjórn bankans. Monica lét af störfum í bankanum 2001. Síðan hefur hún helgað sig setu í stjórnum fyrirtækja. Um þessar mundir situr hún í stjórnum margra fyrirtækja og félagasamtaka og er formaður nokkurra þeirra, að Arion banka meðtöldum. Guðrún Johnsen, varaformaður. Guðrún lauk BA-prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands 1999. Árið 2002 lauk hún MA-prófi í hagnýtri hagfræði frá University of Michigan, Ann Arbor í Bandaríkjunum og ári síðar MA-prófi í tölfræði frá sama háskóla. Guðrún starfaði sem verðbréfamiðlari hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins (FBA) 1999-2001, sem aðstoðarkennari og aðstoðarmaður í rannsóknum hjá University of Michigan, Ann Arbor 2002-2003 og sem sérfræðingur hjá RAND Corporation í Bandaríkjunum 2004. Á árunum 2004-2006 starfaði hún sem sérfræðingur í fjármálakerfis- og peningamáladeild Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Guðrún hefur verið lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík frá 2006. Hún hefur setið í stjórn Rekstrarfélags MP Fjárfestingarbanka, er stjórnarformaður ÞOR (Þróunar og rannsókna) og situr í ráðgjafarráði Talsmanns neytenda. Kristján Jóhannsson, stjórnarmaður. Kristján nam viðskiptafræði og hagfræði við Copenhagen Business School og útskrifaðist með MSc-gráðu 1981. Sérgreinar hans í námi voru fjármálafræði, mat á fjárfestingum og stefnumótun fyrirtækja. Kristján var hagfræðingur Félags íslenskra iðnrekenda 1981-1983 og framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins 1983-1990. Árin 1990-1992 starfaði hann sem rekstrarráðgjafi og varð lektor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands 1992. Kristján hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og félagasamtaka, þar á meðal sem formaður Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga 1986-1990 og forstöðumaður Viðskiptafræðistofnunar við Háskóla Íslands. Steen Hemmingsen, stjórnarmaður. Steen er danskur og býr í Danmörku. Hann lauk MSc-prófi 1969 og hlaut Ph.D.-gráðu frá Copenhagen Business School 1973. Doktorsverkefni hans fjallaði um fjárfestingarhegðun danskra fyrirtækja. Steen starfaði sem ráðgjafi í Privatbanken 1972-1975, fjármálastjóri stálframleiðandans Det Danske Staalvalseværk 1975-1983, sparisjóðsstjóri Sparekassen Sydjylland 1983-1986, forstjóri tryggingafélagsins Baltica Forsikring 1986-1993 og fjármálastjóri í Det Östasiatiske Kompagni 1993-1997. Frá 1999 hefur hann verið forstjóri Lundbeck-sjóðsins og fjárfestingarfélags hans, LFI, sem er stærsti eigandi lyfjaframleiðendanna H. Lundbeck og Alk-Abello, auk þess að styðja myndarlega við bakið á rannsóknum í lífvísindum og raunvísindum. Steen situr í stjórnum ýmissa fyrirtækja og félagasamtaka, auk þess sem hann er prófdómari við Copenhagen Business School. Theodór S. Sigurbergsson, stjórnarmaður. Theodór lauk Cand.Oecon.-prófi við viðskiptadeild Háskóla Íslands árið 1982 af endurskoðunarsviði. Hann varð löggiltur endurskoðandi árið 1989 og varð einn eigenda endurskoðunarfyrirtækisins Grant Thornton síðar það ár. Hann hefur verið virkur meðlimur í Félagi löggiltra endurskoðenda á Íslandi og átt sæti í nefndum á vegum félagsins. Theodór hefur víðtæka reynslu á vettvangi endurskoðunar og reikningsskila. Hann hefur verið í skilanefnd Kaupþings frá október 2008. Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Ný stjórn Arion banka var kosin á hluthafafundi bankans í dag, fimmtudaginn 18. mars. Á stjórnarfundi Arion banka sem var haldinn í kjölfarið var Monica Caneman kjörin stjórnarformaður en aðrir stjórnarmenn eru Guðrún Johnsen, varaformaður, Kristján Jóhannsson, Steen Hemmingsen og Theodór S. Sigurbergsson. Varamenn stjórnar eru: Agnar Kofoed-Hansen, Jóhannes R. Jóhannesson, Ólafur Helgi Ólafsson, María Grétarsdóttir og Guðrún Björnsdóttir. Skipan stjórnar er samkvæmt skilyrðum Fjármálaeftirlitsins um eignarhald Kaupskila á Arion banka, en þau kveða m.a. á um að meirihluti stjórnarmanna, þar á meðal stjórnarformaður, skuli vera óháður Kaupþingi og einstökum kröfuhöfum. Auk þess er heimilt að einn stjórnarmaður komi úr röðum skilanefndar. Bankasýsla ríkisins skipar einn stjórnarmann samkvæmt tillögum valnefndar. Í kjölfar skipunar stjórnarinnar mun FME meta stjórnarmenn Arion banka með tilliti til þess hvort þeir uppfylli kröfur, m.a. um þekkingu og reynslu af fjármálastarfsemi. Hér má lesa um stjórnarmennina: Monica Caneman, stjórnarformaður. Monica er sænsk og býr í Svíþjóð. Hún útskrifaðist sem hagfræðingur frá Stockholm School of Economics 1976. Hún starfaði hjá Skandinaviska Enskilda Banken (nú SEB) frá 1977 til 2001 og gegndi ýmsum störfum innan viðskiptabankahlutans. Árið 1995 tók hún sæti í framkvæmdastjórn bankans og varð aðstoðarforstjóri 1997. Samtímis varð hún varamaður í stjórn bankans. Monica lét af störfum í bankanum 2001. Síðan hefur hún helgað sig setu í stjórnum fyrirtækja. Um þessar mundir situr hún í stjórnum margra fyrirtækja og félagasamtaka og er formaður nokkurra þeirra, að Arion banka meðtöldum. Guðrún Johnsen, varaformaður. Guðrún lauk BA-prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands 1999. Árið 2002 lauk hún MA-prófi í hagnýtri hagfræði frá University of Michigan, Ann Arbor í Bandaríkjunum og ári síðar MA-prófi í tölfræði frá sama háskóla. Guðrún starfaði sem verðbréfamiðlari hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins (FBA) 1999-2001, sem aðstoðarkennari og aðstoðarmaður í rannsóknum hjá University of Michigan, Ann Arbor 2002-2003 og sem sérfræðingur hjá RAND Corporation í Bandaríkjunum 2004. Á árunum 2004-2006 starfaði hún sem sérfræðingur í fjármálakerfis- og peningamáladeild Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Guðrún hefur verið lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík frá 2006. Hún hefur setið í stjórn Rekstrarfélags MP Fjárfestingarbanka, er stjórnarformaður ÞOR (Þróunar og rannsókna) og situr í ráðgjafarráði Talsmanns neytenda. Kristján Jóhannsson, stjórnarmaður. Kristján nam viðskiptafræði og hagfræði við Copenhagen Business School og útskrifaðist með MSc-gráðu 1981. Sérgreinar hans í námi voru fjármálafræði, mat á fjárfestingum og stefnumótun fyrirtækja. Kristján var hagfræðingur Félags íslenskra iðnrekenda 1981-1983 og framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins 1983-1990. Árin 1990-1992 starfaði hann sem rekstrarráðgjafi og varð lektor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands 1992. Kristján hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og félagasamtaka, þar á meðal sem formaður Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga 1986-1990 og forstöðumaður Viðskiptafræðistofnunar við Háskóla Íslands. Steen Hemmingsen, stjórnarmaður. Steen er danskur og býr í Danmörku. Hann lauk MSc-prófi 1969 og hlaut Ph.D.-gráðu frá Copenhagen Business School 1973. Doktorsverkefni hans fjallaði um fjárfestingarhegðun danskra fyrirtækja. Steen starfaði sem ráðgjafi í Privatbanken 1972-1975, fjármálastjóri stálframleiðandans Det Danske Staalvalseværk 1975-1983, sparisjóðsstjóri Sparekassen Sydjylland 1983-1986, forstjóri tryggingafélagsins Baltica Forsikring 1986-1993 og fjármálastjóri í Det Östasiatiske Kompagni 1993-1997. Frá 1999 hefur hann verið forstjóri Lundbeck-sjóðsins og fjárfestingarfélags hans, LFI, sem er stærsti eigandi lyfjaframleiðendanna H. Lundbeck og Alk-Abello, auk þess að styðja myndarlega við bakið á rannsóknum í lífvísindum og raunvísindum. Steen situr í stjórnum ýmissa fyrirtækja og félagasamtaka, auk þess sem hann er prófdómari við Copenhagen Business School. Theodór S. Sigurbergsson, stjórnarmaður. Theodór lauk Cand.Oecon.-prófi við viðskiptadeild Háskóla Íslands árið 1982 af endurskoðunarsviði. Hann varð löggiltur endurskoðandi árið 1989 og varð einn eigenda endurskoðunarfyrirtækisins Grant Thornton síðar það ár. Hann hefur verið virkur meðlimur í Félagi löggiltra endurskoðenda á Íslandi og átt sæti í nefndum á vegum félagsins. Theodór hefur víðtæka reynslu á vettvangi endurskoðunar og reikningsskila. Hann hefur verið í skilanefnd Kaupþings frá október 2008.
Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira