Erlent

Forsætisráðherra Haítí gagnrýnir barnaræningjana

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Max Bellerive, forsætisráðherra Haítí,  segir koma til greina að rétta yfir fólkinu í Bandaríkjunum. Mynd/ AFP.
Max Bellerive, forsætisráðherra Haítí, segir koma til greina að rétta yfir fólkinu í Bandaríkjunum. Mynd/ AFP.
Max Bellerive, forsætisráðherra Haítí, gagnrýnir harðlega trúboðana 10 sem voru handteknir á föstudag þegar þeir reyndu að smygla þrjátíu og þremur haítískum börnum úr landi.

Bellerive fullyrti í gær í samtali við Associated Press fréttastofuna að fólkið hafi vitað að hegðun þeirra væri röng. Hann benti á að sum barnanna ættu foreldra sem væru á lífi og að ríkisstjórnin væri að leita að foreldrunum.

Bellerive sagðist jafnframt vera opinn fyrir þeirri hugmynd að réttað yrði yfir fólkinu í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×