Hvað bíður þín á nýju ári? Anna Lóa Ólafsdóttir skrifar 22. desember 2010 05:30 Að fara í skóla eftir 38 ára hlé er bara algjört átak. Ég ákvað að fara í nám af því að ég var með skerta starfsorku. Eina vikuna sem ég var veik heima vegna slyssins sem ég varð fyrir þá tók ég þessa ákvörðun. Ég hef öðlast meira sjálfstraust og ekki lengur í þeim gír að segja að ég geti þetta ekki. Það er ekki í boði." (Kvenkyns nemandi Menntastoða haustið 2010.) Það eru ekki síst sólskinssögur sem þessar sem hvetja okkur hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS) til að halda áfram á þeirri braut sem við höfum verið að feta síðastliðin ár. Þeim sem sækja þjónustu okkar hefur fjölgað jafnt og þétt og eru forréttindi að fylgjast með einstaklingum stíga mikilvæg skref inn í nýja framtíð. Við lifum á tímum breytinga þar sem krafist er að fólk takist á við ákveðið þróunarferli í lífi sínu og á sem flestum sviðum þess. Hér í eina tíð þótti ekkert óeðlilegt að fólk væri á sama vinnustað við sömu vinnu alla starfsævina. Í dag þykir aftur á móti eðlilegt að fólk tileinki sér ákveðna starfsþróun innan sama vinnustaðarins eða skipti um starf eða jafnvel starfssvið á nokkurra ára fresti. Samkeppnisforskot fyrirtækja byggist oft á því að starfsfólk tileinki sér ákveðinn sveigjanleika og staðni ekki á einu sviði. Starfsþróun innan fyrirtækja krefst þess að starfsfólk sé virkt í að afla sér þekkingar, auki færni sína jafnt og þétt og sé meðvitað um hvað skiptir máli þegar kemur að sí- og endurmenntun. Það er staðreynd að einstaklingar með stutta skólagöngu eru yfirleitt í mestri hættu á að missa störf sín á tímum breytinga eins og samfélag okkar gengur í gegnum þessi misserin. Því er spurt hér: Hvernig getum við mætt þessum hópi? Fólk með litla eða enga formlega menntun á mismunandi skólagöngu að baki en oft er um einstaklinga að ræða sem eiga sína drauma um nám, betri störf eða annað sem gæti aukið lífsgæðin. Hindranir af ýmsum toga hafa þó orðið þess valdandi að ekki hefur verið sest á skólabekk, farið á námskeið eða annað sem gæti gert draumana að veruleika. Þá er algengt að einstaklingar séu ómeðvitaðir um eigin færni og áhugasvið og hvernig þessir þættir gætu nýst þeim bæði hvað varðar nám og störf og ekki síður í tengslum við persónulegan þroska. Þarna getur náms- og starfsráðgjafi gripið inn í ferlið og aðstoðað einstaklinga við að bæta stöðu sína í tengslum við nám, störf eða persónulega þroska. Þetta er hægt að gera með margvíslegum hætti, eins og upplýsingagjöf varðandi nám og störf, upplýsingum um styttri námskeið, leiðum til starfsþróunar í núverandi starfi, setningu markmiða, áhugasviðsgreiningu og aðstoð vegna annarra persónulegra mála. Veldu framtíð þína! Fólk er í auknum mæli að átta sig á að sí- og endurmenntun eru nauðsynlegir þættir í starfsþróun einstaklinga til að mæta þeim breytingum sem eiga sér stað í atvinnulífinu. Þá hafa atvinnuleitendur nýtt sér að bæta stöðu sína á meðan atvinnuleysið er jafn mikið og raun ber vitni. Eru jafnframt meðvitaðir um hversu mikilvægt er að skoða hvernig nota megi tímann til uppbyggingar og styrkja þannig stöðu sína fyrir framtíðina. Þegar einstaklingur tekst á við breytingar í lífinu má líkja því við persónulega stefnumótun. Þá velur einstaklingurinn sig frá einu til að takast á við eitthvað annað. Val einstaklingsins er háð þeirri samfélagsgerð sem við búum við hverju sinni, innri hvata og ekki síst stuðningi og hvatningu annarra. Náms- og starfsráðgjafi býður einstaklingum upp á ytri hvatningu og hjálpar hverjum og einum að átta sig á hvaða tækifæri eru til staðar og hvernig viðkomandi geti nýtt sér þau til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að. Hlutverk ráðgjafans í ferlinu gæti falist í að greina þarfir einstaklingsins, skilgreina úrlausnir, leiðbeina við að draga fram markmið og skilgreina leiðir að þeim. Flest hræðumst við breytingar því við vitum hvað við höfum en ekki hvað bíður okkar. Breytingar eru þó eina leiðin til framfara og gott að líta á þann ótta sem við finnum fyrir sem ákveðinn sviðsskrekk. Að stíga út fyrir þægindahringinn okkar má líkja við að stíga upp á svið og leika eina hlutverkið sem skiptir máli í lífinu ,,okkar eigið líf". Við eigum að stefna að því að leika til sigurs því gæðin á lífi okkar eru háð þeim kjarki sem við höfum til að takast á við ný hlutverk þrátt fyrir að í því felist áhætta og jafnvel sársauki. Sú áskorun er til staðar ævina á enda og mikilvægasta leiðin að sterkara sjálfsmati. Fyrsta skrefið er oft það erfiðasta en með því hefst oft ferðalag sem einstaklinginn hefði ekki getað órað fyrir að væri á ferðaáætlun hans. Í dag eru starfandi náms- og starfsráðgjafar á símenntunarmiðstöðvum hringinn í kringum landið, tilbúnir að veita þá þjónustu sem er getið hér að ofan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Sjá meira
Að fara í skóla eftir 38 ára hlé er bara algjört átak. Ég ákvað að fara í nám af því að ég var með skerta starfsorku. Eina vikuna sem ég var veik heima vegna slyssins sem ég varð fyrir þá tók ég þessa ákvörðun. Ég hef öðlast meira sjálfstraust og ekki lengur í þeim gír að segja að ég geti þetta ekki. Það er ekki í boði." (Kvenkyns nemandi Menntastoða haustið 2010.) Það eru ekki síst sólskinssögur sem þessar sem hvetja okkur hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS) til að halda áfram á þeirri braut sem við höfum verið að feta síðastliðin ár. Þeim sem sækja þjónustu okkar hefur fjölgað jafnt og þétt og eru forréttindi að fylgjast með einstaklingum stíga mikilvæg skref inn í nýja framtíð. Við lifum á tímum breytinga þar sem krafist er að fólk takist á við ákveðið þróunarferli í lífi sínu og á sem flestum sviðum þess. Hér í eina tíð þótti ekkert óeðlilegt að fólk væri á sama vinnustað við sömu vinnu alla starfsævina. Í dag þykir aftur á móti eðlilegt að fólk tileinki sér ákveðna starfsþróun innan sama vinnustaðarins eða skipti um starf eða jafnvel starfssvið á nokkurra ára fresti. Samkeppnisforskot fyrirtækja byggist oft á því að starfsfólk tileinki sér ákveðinn sveigjanleika og staðni ekki á einu sviði. Starfsþróun innan fyrirtækja krefst þess að starfsfólk sé virkt í að afla sér þekkingar, auki færni sína jafnt og þétt og sé meðvitað um hvað skiptir máli þegar kemur að sí- og endurmenntun. Það er staðreynd að einstaklingar með stutta skólagöngu eru yfirleitt í mestri hættu á að missa störf sín á tímum breytinga eins og samfélag okkar gengur í gegnum þessi misserin. Því er spurt hér: Hvernig getum við mætt þessum hópi? Fólk með litla eða enga formlega menntun á mismunandi skólagöngu að baki en oft er um einstaklinga að ræða sem eiga sína drauma um nám, betri störf eða annað sem gæti aukið lífsgæðin. Hindranir af ýmsum toga hafa þó orðið þess valdandi að ekki hefur verið sest á skólabekk, farið á námskeið eða annað sem gæti gert draumana að veruleika. Þá er algengt að einstaklingar séu ómeðvitaðir um eigin færni og áhugasvið og hvernig þessir þættir gætu nýst þeim bæði hvað varðar nám og störf og ekki síður í tengslum við persónulegan þroska. Þarna getur náms- og starfsráðgjafi gripið inn í ferlið og aðstoðað einstaklinga við að bæta stöðu sína í tengslum við nám, störf eða persónulega þroska. Þetta er hægt að gera með margvíslegum hætti, eins og upplýsingagjöf varðandi nám og störf, upplýsingum um styttri námskeið, leiðum til starfsþróunar í núverandi starfi, setningu markmiða, áhugasviðsgreiningu og aðstoð vegna annarra persónulegra mála. Veldu framtíð þína! Fólk er í auknum mæli að átta sig á að sí- og endurmenntun eru nauðsynlegir þættir í starfsþróun einstaklinga til að mæta þeim breytingum sem eiga sér stað í atvinnulífinu. Þá hafa atvinnuleitendur nýtt sér að bæta stöðu sína á meðan atvinnuleysið er jafn mikið og raun ber vitni. Eru jafnframt meðvitaðir um hversu mikilvægt er að skoða hvernig nota megi tímann til uppbyggingar og styrkja þannig stöðu sína fyrir framtíðina. Þegar einstaklingur tekst á við breytingar í lífinu má líkja því við persónulega stefnumótun. Þá velur einstaklingurinn sig frá einu til að takast á við eitthvað annað. Val einstaklingsins er háð þeirri samfélagsgerð sem við búum við hverju sinni, innri hvata og ekki síst stuðningi og hvatningu annarra. Náms- og starfsráðgjafi býður einstaklingum upp á ytri hvatningu og hjálpar hverjum og einum að átta sig á hvaða tækifæri eru til staðar og hvernig viðkomandi geti nýtt sér þau til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að. Hlutverk ráðgjafans í ferlinu gæti falist í að greina þarfir einstaklingsins, skilgreina úrlausnir, leiðbeina við að draga fram markmið og skilgreina leiðir að þeim. Flest hræðumst við breytingar því við vitum hvað við höfum en ekki hvað bíður okkar. Breytingar eru þó eina leiðin til framfara og gott að líta á þann ótta sem við finnum fyrir sem ákveðinn sviðsskrekk. Að stíga út fyrir þægindahringinn okkar má líkja við að stíga upp á svið og leika eina hlutverkið sem skiptir máli í lífinu ,,okkar eigið líf". Við eigum að stefna að því að leika til sigurs því gæðin á lífi okkar eru háð þeim kjarki sem við höfum til að takast á við ný hlutverk þrátt fyrir að í því felist áhætta og jafnvel sársauki. Sú áskorun er til staðar ævina á enda og mikilvægasta leiðin að sterkara sjálfsmati. Fyrsta skrefið er oft það erfiðasta en með því hefst oft ferðalag sem einstaklinginn hefði ekki getað órað fyrir að væri á ferðaáætlun hans. Í dag eru starfandi náms- og starfsráðgjafar á símenntunarmiðstöðvum hringinn í kringum landið, tilbúnir að veita þá þjónustu sem er getið hér að ofan.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun