Lífið

Var tilfinningalaust vélmenni

Átti í vandræðum með tilfinningar sínar eftir að hún eignaðist sitt annað barn.
Átti í vandræðum með tilfinningar sínar eftir að hún eignaðist sitt annað barn.
Leikkonan Gwyneth Paltrow átti í miklum vandræðum með tilfinningar sínar eftir að hún eignaðist annað barn sitt, Moses, með eiginmanni sínum Chris Martin úr Coldplay.

„Þegar ég var hvað lægst niðri var ég eins og vélmenni. Ég hafði engar tilfinningar. Ég bar engar móðurlegar tilfinningar til hans. Þetta var hræðileg upplifun,“ sagði Paltrow í viðtali við tímaritið Vogue. „Ég hugsaði ekkert um að skaða hann eða neitt slíkt en ég náði engum tengslum við hann. Enn þann dag í dag þegar ég horfi á myndir af honum þriggja mánaða þá man ég ekki eftir þessu tímabili.“

Paltrow vildi ekki viðurkenna að hún ætti við vandamál að stríða fyrr en Martin ræddi við hana. „Ég hélt bara áfram eins og ekkert hefði í skorist en mér leið ömurlega. Chris sagði við mig að eitthvað væri að. Það var mikill léttir því það staðfesti að ég væri ekki sú eina sem áttaði mig á þessu,“ sagði hún. „Þá komst ég á beinu brautina. Ég fór að stunda líkamsrækt og fór að hugsa um að vinna á nýjan leik.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.