Erlent

Staðfestir viðræður við talibana

Óli Tynes skrifar
Ahmed Karzai, forseti Afganistans.
Ahmed Karzai, forseti Afganistans.

Hamid Karzai forseti Afganistans hefur staðfest að ríkisstjórn hans eigi í samningaviðræðum við talibana. Bandaríska dagblaðið Washington Post skýrði frá þessu í síðustu viku. Í viðtali við Larry King á CNN sagði Karzai að þótt viðræðurnar væru í gangi væru þær óformlegar ennþá.

Hann hefur nú skipað 68 manna friðarráð til að ná sáttum við talibana og vonar að viðræðurnar fari að verða formlegar úr þessu. Forsetinn hefur löngum verið þeirrar skoðunar að eina leiðin til að koma á friði í landinu sé að semja við talibana. Hann hefur jafnvel ljáð máls á því að liðsmenn úr þeirra hópi fái sæti í ríkisstjórn landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×