Hugvekja á aðventu Jóna Rúna Kvaran skrifar 22. desember 2010 04:15 Þá er að fara í hönd stærsta hátíð kristinna manna og allir á kafi í jólagjöfunum. Auðvitað er ágætt að eyða, en manni blöskrar hvernig dynur á fólki auglýsingaskrum um alls konar skuldbindingar langt fram í tímann og sem mun auka enn á áhyggjur alþýðu manna. Þetta er sorglegt. Eins og þjóðin veit, eru um 14 þúsund atvinnulausir og allir samningar lausir. Við getum enn þá ekki, þrátt fyrir góðan vilja, haft hendur í hári þeirra landráðamanna sem leyfðu sér að mergsjúga bankakerfið að innan og halda áfram að sigla á auði þjóðarinnar hingað og þangað um heiminn. Manni dettur í hug sú staðreynd að um það bil 1860 kom út fyrsta sjálfshjálparbókin. Það fer að verða brýnna en nokkru sinni áður að gægjast í þær meðfram öðru til að styrkja þá sem gráta. Ef að menn almennt færu eftir boðorðunum og hins vegar kærleiksboðskap Krists, sem er enn mikilvægara en sjálfshjálparbækurnar, þá væru fá vandamál í gangi. Í 120 ár hafa Íslendingar ástundað að gefa hver öðrum jólagjafir eins og tíðkast í dag, en þegar maður lítur til baka, þá hvarflar að manni að á fyrstu árunum hafi menn gefið heimaprjónaða vettlinga og annað í þeim dúr. Í dag dugar ekkert minna en hálfur heimurinn. Samt þarf margur að leita sér hjálpar og um 4000 manns snúa sér til jólaaðstoðarinnar eftir stuðningi og kannski enn fleiri til annarra hjálparstofnana. Það er sárt til þess að vita ef maður horfir hlutlaust yfir, að margir sem þurfa hjálp verða að hverfa frá grátandi af því að biðraðirnar eru of langar. Margt í mínum huga hefur breyst á undanförnum árum. Áður þótti mér sérstaklega áhugavert að lifa lífinu á margbreytilegan máta og hefði gjarnan kosið aukakrónur í vasann. En í dag er ég lömuð hægra megin eftir axarsköft tiltekinnar stéttar. Ef ég bæði um gjöf í dag væri hún að Guð gæfi mér aukinn styrk í hægri hliðina. Þetta sýnir að peningar eru ekki allt. Sem dæmi má nefna að 8% af fólki í veröldinni í dag á mestan auð þjóðanna, hinir mismunandi mikið, en sumir ekki neitt. En hvað er varið í það sem íslenskir landráðamenn hafa gert, eins og að stela frá íslensku þjóðinni og skapa vandræði til framtíðar, ef maður hefur ekki heilsuna? Nú stendur til að borga Icesave-skuldirnar sem stórþjófar íslenskir hafa skapað til og þar með festa í klafa ekki bara mína kynslóð heldur næstu og jafnvel þarnæstu. Ég vil ekki horfa upp á afkomendur mína þurfa að þræla til þess að tilteknir glaumgosar geti notið sín og gleypt eins og hvalir í sig meira en hálfan heiminn, bara fyrir sig. Ég vil skora á fólk, þrátt fyrir gjafagleðina sem tilheyrir þessari stórhátíð, að leggja jafnmikinn þunga og áherslu á að kynna sér kærleikboðskap Frelsarans og virkilega ástunda það sem honum fylgir, þannig að þungamiðja lífs okkar verði að elska hvert annað. Án þess að endilega komi til fé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þá er að fara í hönd stærsta hátíð kristinna manna og allir á kafi í jólagjöfunum. Auðvitað er ágætt að eyða, en manni blöskrar hvernig dynur á fólki auglýsingaskrum um alls konar skuldbindingar langt fram í tímann og sem mun auka enn á áhyggjur alþýðu manna. Þetta er sorglegt. Eins og þjóðin veit, eru um 14 þúsund atvinnulausir og allir samningar lausir. Við getum enn þá ekki, þrátt fyrir góðan vilja, haft hendur í hári þeirra landráðamanna sem leyfðu sér að mergsjúga bankakerfið að innan og halda áfram að sigla á auði þjóðarinnar hingað og þangað um heiminn. Manni dettur í hug sú staðreynd að um það bil 1860 kom út fyrsta sjálfshjálparbókin. Það fer að verða brýnna en nokkru sinni áður að gægjast í þær meðfram öðru til að styrkja þá sem gráta. Ef að menn almennt færu eftir boðorðunum og hins vegar kærleiksboðskap Krists, sem er enn mikilvægara en sjálfshjálparbækurnar, þá væru fá vandamál í gangi. Í 120 ár hafa Íslendingar ástundað að gefa hver öðrum jólagjafir eins og tíðkast í dag, en þegar maður lítur til baka, þá hvarflar að manni að á fyrstu árunum hafi menn gefið heimaprjónaða vettlinga og annað í þeim dúr. Í dag dugar ekkert minna en hálfur heimurinn. Samt þarf margur að leita sér hjálpar og um 4000 manns snúa sér til jólaaðstoðarinnar eftir stuðningi og kannski enn fleiri til annarra hjálparstofnana. Það er sárt til þess að vita ef maður horfir hlutlaust yfir, að margir sem þurfa hjálp verða að hverfa frá grátandi af því að biðraðirnar eru of langar. Margt í mínum huga hefur breyst á undanförnum árum. Áður þótti mér sérstaklega áhugavert að lifa lífinu á margbreytilegan máta og hefði gjarnan kosið aukakrónur í vasann. En í dag er ég lömuð hægra megin eftir axarsköft tiltekinnar stéttar. Ef ég bæði um gjöf í dag væri hún að Guð gæfi mér aukinn styrk í hægri hliðina. Þetta sýnir að peningar eru ekki allt. Sem dæmi má nefna að 8% af fólki í veröldinni í dag á mestan auð þjóðanna, hinir mismunandi mikið, en sumir ekki neitt. En hvað er varið í það sem íslenskir landráðamenn hafa gert, eins og að stela frá íslensku þjóðinni og skapa vandræði til framtíðar, ef maður hefur ekki heilsuna? Nú stendur til að borga Icesave-skuldirnar sem stórþjófar íslenskir hafa skapað til og þar með festa í klafa ekki bara mína kynslóð heldur næstu og jafnvel þarnæstu. Ég vil ekki horfa upp á afkomendur mína þurfa að þræla til þess að tilteknir glaumgosar geti notið sín og gleypt eins og hvalir í sig meira en hálfan heiminn, bara fyrir sig. Ég vil skora á fólk, þrátt fyrir gjafagleðina sem tilheyrir þessari stórhátíð, að leggja jafnmikinn þunga og áherslu á að kynna sér kærleikboðskap Frelsarans og virkilega ástunda það sem honum fylgir, þannig að þungamiðja lífs okkar verði að elska hvert annað. Án þess að endilega komi til fé.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar