Hugvekja á aðventu Jóna Rúna Kvaran skrifar 22. desember 2010 04:15 Þá er að fara í hönd stærsta hátíð kristinna manna og allir á kafi í jólagjöfunum. Auðvitað er ágætt að eyða, en manni blöskrar hvernig dynur á fólki auglýsingaskrum um alls konar skuldbindingar langt fram í tímann og sem mun auka enn á áhyggjur alþýðu manna. Þetta er sorglegt. Eins og þjóðin veit, eru um 14 þúsund atvinnulausir og allir samningar lausir. Við getum enn þá ekki, þrátt fyrir góðan vilja, haft hendur í hári þeirra landráðamanna sem leyfðu sér að mergsjúga bankakerfið að innan og halda áfram að sigla á auði þjóðarinnar hingað og þangað um heiminn. Manni dettur í hug sú staðreynd að um það bil 1860 kom út fyrsta sjálfshjálparbókin. Það fer að verða brýnna en nokkru sinni áður að gægjast í þær meðfram öðru til að styrkja þá sem gráta. Ef að menn almennt færu eftir boðorðunum og hins vegar kærleiksboðskap Krists, sem er enn mikilvægara en sjálfshjálparbækurnar, þá væru fá vandamál í gangi. Í 120 ár hafa Íslendingar ástundað að gefa hver öðrum jólagjafir eins og tíðkast í dag, en þegar maður lítur til baka, þá hvarflar að manni að á fyrstu árunum hafi menn gefið heimaprjónaða vettlinga og annað í þeim dúr. Í dag dugar ekkert minna en hálfur heimurinn. Samt þarf margur að leita sér hjálpar og um 4000 manns snúa sér til jólaaðstoðarinnar eftir stuðningi og kannski enn fleiri til annarra hjálparstofnana. Það er sárt til þess að vita ef maður horfir hlutlaust yfir, að margir sem þurfa hjálp verða að hverfa frá grátandi af því að biðraðirnar eru of langar. Margt í mínum huga hefur breyst á undanförnum árum. Áður þótti mér sérstaklega áhugavert að lifa lífinu á margbreytilegan máta og hefði gjarnan kosið aukakrónur í vasann. En í dag er ég lömuð hægra megin eftir axarsköft tiltekinnar stéttar. Ef ég bæði um gjöf í dag væri hún að Guð gæfi mér aukinn styrk í hægri hliðina. Þetta sýnir að peningar eru ekki allt. Sem dæmi má nefna að 8% af fólki í veröldinni í dag á mestan auð þjóðanna, hinir mismunandi mikið, en sumir ekki neitt. En hvað er varið í það sem íslenskir landráðamenn hafa gert, eins og að stela frá íslensku þjóðinni og skapa vandræði til framtíðar, ef maður hefur ekki heilsuna? Nú stendur til að borga Icesave-skuldirnar sem stórþjófar íslenskir hafa skapað til og þar með festa í klafa ekki bara mína kynslóð heldur næstu og jafnvel þarnæstu. Ég vil ekki horfa upp á afkomendur mína þurfa að þræla til þess að tilteknir glaumgosar geti notið sín og gleypt eins og hvalir í sig meira en hálfan heiminn, bara fyrir sig. Ég vil skora á fólk, þrátt fyrir gjafagleðina sem tilheyrir þessari stórhátíð, að leggja jafnmikinn þunga og áherslu á að kynna sér kærleikboðskap Frelsarans og virkilega ástunda það sem honum fylgir, þannig að þungamiðja lífs okkar verði að elska hvert annað. Án þess að endilega komi til fé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Sjá meira
Þá er að fara í hönd stærsta hátíð kristinna manna og allir á kafi í jólagjöfunum. Auðvitað er ágætt að eyða, en manni blöskrar hvernig dynur á fólki auglýsingaskrum um alls konar skuldbindingar langt fram í tímann og sem mun auka enn á áhyggjur alþýðu manna. Þetta er sorglegt. Eins og þjóðin veit, eru um 14 þúsund atvinnulausir og allir samningar lausir. Við getum enn þá ekki, þrátt fyrir góðan vilja, haft hendur í hári þeirra landráðamanna sem leyfðu sér að mergsjúga bankakerfið að innan og halda áfram að sigla á auði þjóðarinnar hingað og þangað um heiminn. Manni dettur í hug sú staðreynd að um það bil 1860 kom út fyrsta sjálfshjálparbókin. Það fer að verða brýnna en nokkru sinni áður að gægjast í þær meðfram öðru til að styrkja þá sem gráta. Ef að menn almennt færu eftir boðorðunum og hins vegar kærleiksboðskap Krists, sem er enn mikilvægara en sjálfshjálparbækurnar, þá væru fá vandamál í gangi. Í 120 ár hafa Íslendingar ástundað að gefa hver öðrum jólagjafir eins og tíðkast í dag, en þegar maður lítur til baka, þá hvarflar að manni að á fyrstu árunum hafi menn gefið heimaprjónaða vettlinga og annað í þeim dúr. Í dag dugar ekkert minna en hálfur heimurinn. Samt þarf margur að leita sér hjálpar og um 4000 manns snúa sér til jólaaðstoðarinnar eftir stuðningi og kannski enn fleiri til annarra hjálparstofnana. Það er sárt til þess að vita ef maður horfir hlutlaust yfir, að margir sem þurfa hjálp verða að hverfa frá grátandi af því að biðraðirnar eru of langar. Margt í mínum huga hefur breyst á undanförnum árum. Áður þótti mér sérstaklega áhugavert að lifa lífinu á margbreytilegan máta og hefði gjarnan kosið aukakrónur í vasann. En í dag er ég lömuð hægra megin eftir axarsköft tiltekinnar stéttar. Ef ég bæði um gjöf í dag væri hún að Guð gæfi mér aukinn styrk í hægri hliðina. Þetta sýnir að peningar eru ekki allt. Sem dæmi má nefna að 8% af fólki í veröldinni í dag á mestan auð þjóðanna, hinir mismunandi mikið, en sumir ekki neitt. En hvað er varið í það sem íslenskir landráðamenn hafa gert, eins og að stela frá íslensku þjóðinni og skapa vandræði til framtíðar, ef maður hefur ekki heilsuna? Nú stendur til að borga Icesave-skuldirnar sem stórþjófar íslenskir hafa skapað til og þar með festa í klafa ekki bara mína kynslóð heldur næstu og jafnvel þarnæstu. Ég vil ekki horfa upp á afkomendur mína þurfa að þræla til þess að tilteknir glaumgosar geti notið sín og gleypt eins og hvalir í sig meira en hálfan heiminn, bara fyrir sig. Ég vil skora á fólk, þrátt fyrir gjafagleðina sem tilheyrir þessari stórhátíð, að leggja jafnmikinn þunga og áherslu á að kynna sér kærleikboðskap Frelsarans og virkilega ástunda það sem honum fylgir, þannig að þungamiðja lífs okkar verði að elska hvert annað. Án þess að endilega komi til fé.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun