Enn um offramleiðslu lambakjöts Kristján E. Guðmundsson skrifar 21. desember 2010 06:15 Fyrir nokkru skrifaði ég grein hér í Fréttablaðið um offramleiðslu lambakjöts og greiðslu íslenskra skattgreiðenda með útflutningi á þeirri offramleiðslu. Föstudaginn 17. Des. svarar formaður landssamtaka sauðfjárbænda, Sindri Sigurgeirsson, þessari grein minni og þakka ég honum fyrir það. Hann heldur því hins vegar fram að gagnrýni mín eigi ekki lengur við, ég sé að gagnrýna stuðningskerfi sem hafi verið við líði fyrir 50 árum en nú sé öllu breytt. Lítum því á nokkrar staðreyndir málsins. Engin þjóð í heiminum styður eins mikið við sinn landbúnað og Íslendingar. Við erum á toppi OECD landa hvað það snertir. Fyrir utan óbeinan stuðning, s.s. tollvernd, námu beinar greiðslur úr ríkissjóði til landbúnaðarins á þessu ári rúmum 10 milljörðum króna. Þar af fékk sauðfjárræktin 3,1 milljarð. Sá styrkur er að mestu greiddur sem beingreiðslur til bænda fyrir hvert framleitt kg af kjöti. Enginn greinarmunur er gerður á því hvort kjötið fer til innanlandsneyslu eða útflutnings, eða eins og fram kemur í grein Sindra „... að ef framleiðslan eykst, þá dreifast fjármunirnir einfaldlega meira og stuðningurinn lækkar á hvert framleitt kíló". Heildarframleiðsla á árinu 2009 nam 8.841 tonnum . Ef farið er inná heimasíður sauðfjárbænda má fá þær upplýsingar að 3% aukning hafi orðið í heildarframleiðslu frá fyrra ári og að 36% framleiðslunnar fari til útflutnings. Það þýðir í reynd að 36% af beinum stuðningi íslenskra skattgreiðenda fer til „niðurgreiðslu" á lambakjöti til erlendra neytenda, sem er í krónum talið rumar 1100 milljónir. Þetta eru ekki 20, hvað þá 50 ára gamlar tölur heldur veruleiki dagsins í dag. Mér er vel kunnugt um þær breytingar sem gerðar hafa verið á stuðningskerfi landbúnaðarins í gegn um árin. Formlegar útflutningsbætur voru að sönnu lagðar niður 1992 eins og Sindri bendir á. Beinn stuðningur úr ríkissjóði við landbúnað hefur verið hugsaður til að brúa bilið á milli raunverulegs framleiðslukostnaðar (með teknu tilliti til sanngjarnra launa til bænda) og þess verðs sem markaðurinn hverju sinni gefur. Þetta hefur að hluta verið réttlætt á þeim grundvelli að neytendur væru í raun „að taka peningar úr vinstri vasa og setja yfir í þann hægri", ef ekki kæmi til stuðningurinn þyrftu menn að greiða fullan framleiðslukostnað og þar með hærra vöruverð. Þetta horfir öðru vísi við þegar farið er að greiða í stórum stíl niður útflutning, ég kalla það útflutningsbætur. Mér sýnist á tölum Sindra að þær nemi nálægt helming af tekjunum af útflutningnum. Nú skal það tekið fram að mér er vel til bændastéttarinnar og á þar góð vini. Þar er mikið af fjölfróðu fólki, þó þar sé, sem annars staðar, misjafn sauður í mörgu fé. Ég geri mér líka grein fyrir þeim vanda fyrir mörg sveitarfélög sem fylgir þeirri byggðaröskun sem fækkun í bændastétt þýðir. Hins vegar hefur orðið mikil framleiðniaukning í landbúnaði og mun gera það í vaxandi mæli. Á sama tíma verðum við að gera okkur grein fyrir þeim miklu breytingum sem orðið hafa á neysluvenjum þjóðarinnar. Það þarf því að breyta stuðningskerfinu í græna styrki og draga úr framleiðslu. Svo óska ég íslenskum sauðfjárbændum árs og friðar og vona að þeir eigi gleðileg jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru skrifaði ég grein hér í Fréttablaðið um offramleiðslu lambakjöts og greiðslu íslenskra skattgreiðenda með útflutningi á þeirri offramleiðslu. Föstudaginn 17. Des. svarar formaður landssamtaka sauðfjárbænda, Sindri Sigurgeirsson, þessari grein minni og þakka ég honum fyrir það. Hann heldur því hins vegar fram að gagnrýni mín eigi ekki lengur við, ég sé að gagnrýna stuðningskerfi sem hafi verið við líði fyrir 50 árum en nú sé öllu breytt. Lítum því á nokkrar staðreyndir málsins. Engin þjóð í heiminum styður eins mikið við sinn landbúnað og Íslendingar. Við erum á toppi OECD landa hvað það snertir. Fyrir utan óbeinan stuðning, s.s. tollvernd, námu beinar greiðslur úr ríkissjóði til landbúnaðarins á þessu ári rúmum 10 milljörðum króna. Þar af fékk sauðfjárræktin 3,1 milljarð. Sá styrkur er að mestu greiddur sem beingreiðslur til bænda fyrir hvert framleitt kg af kjöti. Enginn greinarmunur er gerður á því hvort kjötið fer til innanlandsneyslu eða útflutnings, eða eins og fram kemur í grein Sindra „... að ef framleiðslan eykst, þá dreifast fjármunirnir einfaldlega meira og stuðningurinn lækkar á hvert framleitt kíló". Heildarframleiðsla á árinu 2009 nam 8.841 tonnum . Ef farið er inná heimasíður sauðfjárbænda má fá þær upplýsingar að 3% aukning hafi orðið í heildarframleiðslu frá fyrra ári og að 36% framleiðslunnar fari til útflutnings. Það þýðir í reynd að 36% af beinum stuðningi íslenskra skattgreiðenda fer til „niðurgreiðslu" á lambakjöti til erlendra neytenda, sem er í krónum talið rumar 1100 milljónir. Þetta eru ekki 20, hvað þá 50 ára gamlar tölur heldur veruleiki dagsins í dag. Mér er vel kunnugt um þær breytingar sem gerðar hafa verið á stuðningskerfi landbúnaðarins í gegn um árin. Formlegar útflutningsbætur voru að sönnu lagðar niður 1992 eins og Sindri bendir á. Beinn stuðningur úr ríkissjóði við landbúnað hefur verið hugsaður til að brúa bilið á milli raunverulegs framleiðslukostnaðar (með teknu tilliti til sanngjarnra launa til bænda) og þess verðs sem markaðurinn hverju sinni gefur. Þetta hefur að hluta verið réttlætt á þeim grundvelli að neytendur væru í raun „að taka peningar úr vinstri vasa og setja yfir í þann hægri", ef ekki kæmi til stuðningurinn þyrftu menn að greiða fullan framleiðslukostnað og þar með hærra vöruverð. Þetta horfir öðru vísi við þegar farið er að greiða í stórum stíl niður útflutning, ég kalla það útflutningsbætur. Mér sýnist á tölum Sindra að þær nemi nálægt helming af tekjunum af útflutningnum. Nú skal það tekið fram að mér er vel til bændastéttarinnar og á þar góð vini. Þar er mikið af fjölfróðu fólki, þó þar sé, sem annars staðar, misjafn sauður í mörgu fé. Ég geri mér líka grein fyrir þeim vanda fyrir mörg sveitarfélög sem fylgir þeirri byggðaröskun sem fækkun í bændastétt þýðir. Hins vegar hefur orðið mikil framleiðniaukning í landbúnaði og mun gera það í vaxandi mæli. Á sama tíma verðum við að gera okkur grein fyrir þeim miklu breytingum sem orðið hafa á neysluvenjum þjóðarinnar. Það þarf því að breyta stuðningskerfinu í græna styrki og draga úr framleiðslu. Svo óska ég íslenskum sauðfjárbændum árs og friðar og vona að þeir eigi gleðileg jól.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar