Skoðun

Niðurskurður á leikskólum Reykjavíkurborgar

Edda Björk Þórðardóttir og skrifa

Leikskólar borgarinnar eru nú þegar reknir við afar þröngan kost og er frekari niðurskurður ógn við rekstur þeirra og faglegt starf. Starfsfólk leikskóla hefur nú þegar bent á að niðurskurður s.l. ára bitni á faglegu starfi innan leikskólanna eins og kom fram í yfirlýsingu þeirra í vor. Að sama skapi hafa Börnunum okkar borist ábendingar frá foreldrum um afleiðingar niðurskurðar í starfi skólanna.

Við lýsum yfir áhyggjum okkar af hugmyndum um sameiningu leikskóla og samrekstur leik- og grunnskóla og frístundaheimila.Við höfum áður lýst yfir áhyggjum okkar um að það aukna álag sem hefur skapast á starfsfólk geti leitt til þess að við missum það úr starfi. Nú er fyrirhugað að auka álag enn frekar innan leikskólanna með því að taka kjölfestuna úr starfi leikskóla, leikskólastjóranna. Samruni mun leiða til þess að „stöður leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra verði lagðar niður í núverandi mynd.

Leikskólar borgarinnar eru annað og meira en stofnanir. Þeir eru annað heimili 6 þúsund reykvískra barna. Leikskólar Reykjavíkurborgar eru afurð áratuga metnaðarfullrar vinnu starfsfólks þeirra, með leikskólastjóra þar fremsta í flokki. Leikskólastjórar borgarinnar eru kjölfesta hvers skóla. Góðir stjórnendur skapa góðan vinnuanda sem leiðir til ánægðs starfsfólks, sem stuðlar að öruggu og jákvæðu umhverfi fyrir börnin okkar.

Samtök foreldrafélaga hafa þungar áhyggjur af framvindu mála í leikskólum borgarinnar. Börnin eiga að vera fremst í forgangsröð borgarinnar og þess er krafist að leitað verði allra leiða til að ná fram fyrirhuguðum niðurskurði með niðurskurði á öðrum sviðum.






Skoðun

Sjá meira


×