Ný og betri staða Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. skrifar 17. febrúar 2010 06:00 Icesave málið er nú komið í nýjan farveg. Aftur. Eftir margra mánaða karp í blindgötu á þingi var það sett í farveg þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er mikill misskilningur að líta svo á að það sé verk eins manns, forseta Íslands. Þetta gerðu sextíu þúsund kjósendur með undirskrift sinni, um fjórðungur atkvæðisbærs fólks í landinu. Þegar slík krafa kemur fram - svo afdráttarlaus lýðræðislegur vilji - þá ætti sá vilji að mínu mati sjálfkrafa að ná fram að ganga án milligöngu forsetaembættisins. Það er okkar á Alþingi að breyta lögum og stjórnarskrá í þá veru. Slíkt væri í samræmi við stefnu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Það er gleðilegt að nú kunni að vera að skapast sú staða sem við mörg hver börðumst fyrir á þingi í allt sumar: Þverpólitísk aðkoma að þessu máli og markvissari kynning á málstað Íslands utan landsteinanna. Það munaði litlu sl. sumar að tækist að skapa þær forsendur en því miður brast samstaðan á lokametrunum og skilaði sér ekki í lokaatkvæðagreiðslu um málið. Ef niðurstaðan hefði orðið 63:0 hefði þingið verið í sterkari stöðu. Allir flokkar komu þó að gerð fyrirvara og var það mjög til góðs.Gagnsæið er nauðsynlegt@Megin-Ol Idag 8,3p :Sú leyndarhyggja sem hefur verið fylgifiskur þessa máls frá hruni hefur verið okkur fjötur um fót. Enda sýnir það sig að þegar málið kemst í almenna opna umræðu hér sem erlendis þá breytist margt. Þeim fjölgar sem fram koma á sjónarsviðið til að taka upp hanskann fyrir Ísland. Má þar nefna evrópska þingmenn, m.a. úr hópi þeirra sem komu að smíði reglugerða um innlánstryggingar og norræna þingmenn sem sífellt fleiri vilja hjálpa til. Velviljinn fer vaxandi eftir því sem fólk gerir sér betur grein fyrir því hvernig í pottinn er búið. Sjálf hef ég orðið vitni að hugarfarsbreytingunni, nú síðast á fundi með systurflokkum VG á Norðurlöndunum. Þá hef ég haft spurnir af því að norrænir þingmenn á Evrópuþinginu sem nýlega sátu fund með Evu Joly hafi nú gerbreytta afstöðu til málsins. Þáttur Evu Joly verður seint fullþakkaður. Eva Joly í lykilhlutverki@Megin-Ol Idag 8,3p :Innlegg Evu Joly er mikilvægt af ýmsum ástæðum. Vægi málflutnings hennar liggur þó ekki síst í því að hún er virtur ráðgefandi í rannsókn fjársvikamála - og er nú í liði með íslenskum almenningi að krefjast sannleikans. Þetta hefur afgerandi þýðingu. Þessi tenging endurspeglar þann ásetning þorra almennings að vilja grafast fyrir um orsakir hrunsins, finna þá sem brutu lög og reglur og skutu fjármunum undan. Umheimurinn verður að vita fyrir víst að við erum staðráðin í að ná í stolna fjármuni og láta þá ganga til þeirra sem hafa verið hlunnfarnir. Rannsókn hrunsins og endurheimt undanskotinna fjármuna annars vegar, og samningar við erlend ríki og uppgjör vegna hrunsins hins vegar, er órjúfanleg heild. Aðkoma Evu Joly er til sanninda um góðan ásetning hvað þetta snertir. Horfum fram á við@Megin-Ol Idag 8,3p :Utanaðkomandi aðilar hafa nú verið fengnir til ráðgjafar í Icesave deilunni með Bandaríkjamanninn Lee Buchheit í broddi fylkingar. Frekari utanaðkomandi ráðgjöf er löngu tímabær. Það er nefnilega þörf á nýrri hugsun, nýrri nálgun. Nú má enginn festa sig í gömlu fari. Það er ekki aðeins þörf á nýrri aðkomu heldur er sú krafa gerð til okkar allra að við hefjum okkur yfir það sem liðið er og nýtum þau sóknarfæri sem óneitanlega hafa skapast vegna umrótsins sem lýðræðiskrafan hefur vakið. Það er okkar allra að fara fram á það sama og þorri almennings erlendis kallar nú á í baráttu sinni við alþjóðleg fjármagnsöfl, öfl sem ætla sér hvað sem það kostar að endurreisa sama spillta gróðakerfið - slíkt er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur alþjóðlegt. Almenningur víða um heim kallar á réttindi fólks í stað fjármagns og heimtar að alþýða fólks sé hætt að láta eilíflega borga brúsann fyrir óréttlætið. Sanngirni er krafan. Það er einmitt það sem á sér nú mun víðar hljómgrunn erlendis í erfiðri stöðu Íslands - krafan um sanngirni, líka fyrir íslenskan almenning. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Icesave málið er nú komið í nýjan farveg. Aftur. Eftir margra mánaða karp í blindgötu á þingi var það sett í farveg þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er mikill misskilningur að líta svo á að það sé verk eins manns, forseta Íslands. Þetta gerðu sextíu þúsund kjósendur með undirskrift sinni, um fjórðungur atkvæðisbærs fólks í landinu. Þegar slík krafa kemur fram - svo afdráttarlaus lýðræðislegur vilji - þá ætti sá vilji að mínu mati sjálfkrafa að ná fram að ganga án milligöngu forsetaembættisins. Það er okkar á Alþingi að breyta lögum og stjórnarskrá í þá veru. Slíkt væri í samræmi við stefnu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Það er gleðilegt að nú kunni að vera að skapast sú staða sem við mörg hver börðumst fyrir á þingi í allt sumar: Þverpólitísk aðkoma að þessu máli og markvissari kynning á málstað Íslands utan landsteinanna. Það munaði litlu sl. sumar að tækist að skapa þær forsendur en því miður brast samstaðan á lokametrunum og skilaði sér ekki í lokaatkvæðagreiðslu um málið. Ef niðurstaðan hefði orðið 63:0 hefði þingið verið í sterkari stöðu. Allir flokkar komu þó að gerð fyrirvara og var það mjög til góðs.Gagnsæið er nauðsynlegt@Megin-Ol Idag 8,3p :Sú leyndarhyggja sem hefur verið fylgifiskur þessa máls frá hruni hefur verið okkur fjötur um fót. Enda sýnir það sig að þegar málið kemst í almenna opna umræðu hér sem erlendis þá breytist margt. Þeim fjölgar sem fram koma á sjónarsviðið til að taka upp hanskann fyrir Ísland. Má þar nefna evrópska þingmenn, m.a. úr hópi þeirra sem komu að smíði reglugerða um innlánstryggingar og norræna þingmenn sem sífellt fleiri vilja hjálpa til. Velviljinn fer vaxandi eftir því sem fólk gerir sér betur grein fyrir því hvernig í pottinn er búið. Sjálf hef ég orðið vitni að hugarfarsbreytingunni, nú síðast á fundi með systurflokkum VG á Norðurlöndunum. Þá hef ég haft spurnir af því að norrænir þingmenn á Evrópuþinginu sem nýlega sátu fund með Evu Joly hafi nú gerbreytta afstöðu til málsins. Þáttur Evu Joly verður seint fullþakkaður. Eva Joly í lykilhlutverki@Megin-Ol Idag 8,3p :Innlegg Evu Joly er mikilvægt af ýmsum ástæðum. Vægi málflutnings hennar liggur þó ekki síst í því að hún er virtur ráðgefandi í rannsókn fjársvikamála - og er nú í liði með íslenskum almenningi að krefjast sannleikans. Þetta hefur afgerandi þýðingu. Þessi tenging endurspeglar þann ásetning þorra almennings að vilja grafast fyrir um orsakir hrunsins, finna þá sem brutu lög og reglur og skutu fjármunum undan. Umheimurinn verður að vita fyrir víst að við erum staðráðin í að ná í stolna fjármuni og láta þá ganga til þeirra sem hafa verið hlunnfarnir. Rannsókn hrunsins og endurheimt undanskotinna fjármuna annars vegar, og samningar við erlend ríki og uppgjör vegna hrunsins hins vegar, er órjúfanleg heild. Aðkoma Evu Joly er til sanninda um góðan ásetning hvað þetta snertir. Horfum fram á við@Megin-Ol Idag 8,3p :Utanaðkomandi aðilar hafa nú verið fengnir til ráðgjafar í Icesave deilunni með Bandaríkjamanninn Lee Buchheit í broddi fylkingar. Frekari utanaðkomandi ráðgjöf er löngu tímabær. Það er nefnilega þörf á nýrri hugsun, nýrri nálgun. Nú má enginn festa sig í gömlu fari. Það er ekki aðeins þörf á nýrri aðkomu heldur er sú krafa gerð til okkar allra að við hefjum okkur yfir það sem liðið er og nýtum þau sóknarfæri sem óneitanlega hafa skapast vegna umrótsins sem lýðræðiskrafan hefur vakið. Það er okkar allra að fara fram á það sama og þorri almennings erlendis kallar nú á í baráttu sinni við alþjóðleg fjármagnsöfl, öfl sem ætla sér hvað sem það kostar að endurreisa sama spillta gróðakerfið - slíkt er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur alþjóðlegt. Almenningur víða um heim kallar á réttindi fólks í stað fjármagns og heimtar að alþýða fólks sé hætt að láta eilíflega borga brúsann fyrir óréttlætið. Sanngirni er krafan. Það er einmitt það sem á sér nú mun víðar hljómgrunn erlendis í erfiðri stöðu Íslands - krafan um sanngirni, líka fyrir íslenskan almenning. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar