Skitið á Joaquin Phoenix í nýrri heimildarmynd 11. maí 2010 05:00 Joaquin Phoenix safnaði skeggi og þóttist ætla að verða rappari á síðasta ári. Tilraunirnar voru teknar upp fyrir heimildarmynd. Nordicphotos/Getty 27. október 2008 lýsti leikarinn Joaquin Phoenix yfir að hann ætlaði að hætta að leika og gerast rappari í staðinn. Í kjölfarið safnaði hann skeggi, byrjaði að haga sér eins og fífl á almannafæri og rappa á sviði. Stóra spurningin er: Var hann að grínast eða ekki? Við erum að fara að komast að því. Heimildarmyndin I'm Still Here: The Lost Year of Joaquin Phoenix er væntanleg. Myndin fjallar um árið 2009 í lífi Joaquins Phoenix, sem er árið sem hann virðist hafa misst vitið, hætt að leika og gerst rappari. Flestir telja að um eitt stórt grín sé að ræða, en þeir sem hafa séð myndina klóra sér í hausnum þar sem myndin er svo gróf að margir efast um að nokkur maður myndi grínast með það sem kemur fram í myndinni. Myndin var sýnd hugsanlegum dreifingaraðilum í Hollywood á dögunum. Samkvæmt fólki sem mætti á sýninguna var meiri karlkynsnekt en í hommaklámmynd. Phoenix sést í annarlegu ástandi nota kókaín, panta vændiskonur og stunda kynlíf með kynningarfulltrúa. Þá úthúðar hann aðstoðarfólki sínu og rappar vandræðalega illa inni á milli. Og til að kóróna þetta allt þá sést óvildarmaður Phoenix skíta á hann þar sem hann liggur sofandi. Það þarf því ekki að koma á óvart að menn efist um að myndin sé grín - hver myndi ganga svona langt? Svarið er augljóslega einfalt: Joaquin Phoenix myndi ganga svona langt. Hann hefur látið hafa eftir sér að hann ætlaði að þykjast ganga af göflunum og skipta um starfsferil og að Casey Affleck ætlaði að ná öllu á filmu. Affleck er eiginmaður systur Phoenix og leikstjóri myndarinnar. Hann hefur reyndar líka látið hafa eftir sér að myndin sé ósvikin - að hann hafi hreinlega viljað gerast rappari og þetta sé heiðarleg tilraun. Við leyfum okkur að efast um það. atlifannar@frettabladid.is Hér er frægt viðtal við Joaquin Phoenix í þætti David Letterman. Hér er hægt að sjá hrikalega lélega frammistöðu hans á næturklúbbi í Vegas. Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Líf og fjör í loðnu málverkunum Menning Fleiri fréttir „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Sjá meira
27. október 2008 lýsti leikarinn Joaquin Phoenix yfir að hann ætlaði að hætta að leika og gerast rappari í staðinn. Í kjölfarið safnaði hann skeggi, byrjaði að haga sér eins og fífl á almannafæri og rappa á sviði. Stóra spurningin er: Var hann að grínast eða ekki? Við erum að fara að komast að því. Heimildarmyndin I'm Still Here: The Lost Year of Joaquin Phoenix er væntanleg. Myndin fjallar um árið 2009 í lífi Joaquins Phoenix, sem er árið sem hann virðist hafa misst vitið, hætt að leika og gerst rappari. Flestir telja að um eitt stórt grín sé að ræða, en þeir sem hafa séð myndina klóra sér í hausnum þar sem myndin er svo gróf að margir efast um að nokkur maður myndi grínast með það sem kemur fram í myndinni. Myndin var sýnd hugsanlegum dreifingaraðilum í Hollywood á dögunum. Samkvæmt fólki sem mætti á sýninguna var meiri karlkynsnekt en í hommaklámmynd. Phoenix sést í annarlegu ástandi nota kókaín, panta vændiskonur og stunda kynlíf með kynningarfulltrúa. Þá úthúðar hann aðstoðarfólki sínu og rappar vandræðalega illa inni á milli. Og til að kóróna þetta allt þá sést óvildarmaður Phoenix skíta á hann þar sem hann liggur sofandi. Það þarf því ekki að koma á óvart að menn efist um að myndin sé grín - hver myndi ganga svona langt? Svarið er augljóslega einfalt: Joaquin Phoenix myndi ganga svona langt. Hann hefur látið hafa eftir sér að hann ætlaði að þykjast ganga af göflunum og skipta um starfsferil og að Casey Affleck ætlaði að ná öllu á filmu. Affleck er eiginmaður systur Phoenix og leikstjóri myndarinnar. Hann hefur reyndar líka látið hafa eftir sér að myndin sé ósvikin - að hann hafi hreinlega viljað gerast rappari og þetta sé heiðarleg tilraun. Við leyfum okkur að efast um það. atlifannar@frettabladid.is Hér er frægt viðtal við Joaquin Phoenix í þætti David Letterman. Hér er hægt að sjá hrikalega lélega frammistöðu hans á næturklúbbi í Vegas.
Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Líf og fjör í loðnu málverkunum Menning Fleiri fréttir „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“