Lífið

Skitið á Joaquin Phoenix í nýrri heimildarmynd

Joaquin Phoenix safnaði skeggi og þóttist ætla að verða rappari á síðasta ári. Tilraunirnar voru teknar upp fyrir heimildarmynd. Nordicphotos/Getty
Joaquin Phoenix safnaði skeggi og þóttist ætla að verða rappari á síðasta ári. Tilraunirnar voru teknar upp fyrir heimildarmynd. Nordicphotos/Getty

27. október 2008 lýsti leikarinn Joaquin Phoenix yfir að hann ætlaði að hætta að leika og gerast rappari í staðinn. Í kjölfarið safnaði hann skeggi, byrjaði að haga sér eins og fífl á almannafæri og rappa á sviði. Stóra spurningin er: Var hann að grínast eða ekki? Við erum að fara að komast að því.

Heimildarmyndin I'm Still Here: The Lost Year of Joaquin Phoenix er væntanleg. Myndin fjallar um árið 2009 í lífi Joaquins Phoenix, sem er árið sem hann virðist hafa misst vitið, hætt að leika og gerst rappari. Flestir telja að um eitt stórt grín sé að ræða, en þeir sem hafa séð myndina klóra sér í hausnum þar sem myndin er svo gróf að margir efast um að nokkur maður myndi grínast með það sem kemur fram í myndinni.

Myndin var sýnd hugsanlegum dreifingaraðilum í Hollywood á dögunum. Samkvæmt fólki sem mætti á sýninguna var meiri karlkynsnekt en í hommaklámmynd. Phoenix sést í annarlegu ástandi nota kókaín, panta vændiskonur og stunda kynlíf með kynningarfulltrúa. Þá úthúðar hann aðstoðarfólki sínu og rappar vandræðalega illa inni á milli. Og til að kóróna þetta allt þá sést óvildarmaður Phoenix skíta á hann þar sem hann liggur sofandi. Það þarf því ekki að koma á óvart að menn efist um að myndin sé grín - hver myndi ganga svona langt?

Svarið er augljóslega einfalt: Joaquin Phoenix myndi ganga svona langt. Hann hefur látið hafa eftir sér að hann ætlaði að þykjast ganga af göflunum og skipta um starfsferil og að Casey Affleck ætlaði að ná öllu á filmu. Affleck er eiginmaður systur Phoenix og leikstjóri myndarinnar. Hann hefur reyndar líka látið hafa eftir sér að myndin sé ósvikin - að hann hafi hreinlega viljað gerast rappari og þetta sé heiðarleg tilraun. Við leyfum okkur að efast um það.

atlifannar@frettabladid.is

Hér er frægt viðtal við Joaquin Phoenix í þætti David Letterman.

Hér er hægt að sjá hrikalega lélega frammistöðu hans á næturklúbbi í Vegas.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.