Kristinn Hrafnsson: Geri ráð fyrir því að það sé fylgst með mér Valur Grettisson skrifar 12. desember 2010 13:25 Kristinn Hrafnsson. „Það er búið að vera ansi stormasamt undanfarnar vikur,“ sagði Kristinn Hrafnsson, einn af talsmönnum Wikileaks, í viðtali við Egil Helgason, í Silfri Egils í hádeginu. Kristinn hefur verið áberandi í heimsfréttunum vegna Wikileaks og árása á vefinn. Þá er forsprakki Wikileaks, Julian Assange, í gæsluvarðhald í Bretlandi vegna áskana um kynferðisbrot í Svíþjóð. Kristinn segir síðustu vikur hafa verið ótrúlegar. Þannig hafi upplýsingamiðlun Wikileaks orðið til þess að heimasíða samtakanna hefur sætt þrotlausum árásum tölvuþrjóta auk þess sem Paypal, Mastercard, Visa og fleiri neita að miðla greiðslum þeirra sem vilja styrkja samtökin. Kristinn segir þetta ótrúlegt framferði enda viti hann til að þrýstingur bandarískra yfirvalda hafi orðið til þess að greiðslufyrirtækin lokuðu á Wikileaks, þrátt fyrir að samtökin hafi ekkert annað til saka unnið en að leka út upplýsingum úr sendiráðum Bandaríkjanna. „Við höfum gripið til varnar, eða sóknar öllu heldur. Við munum draga þessi fyrirtæki til ábyrgðar," segir Kristinn sem er hvergi banginn og upplifir sig ekki í hættu þrátt fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar bandarískra ráðamanna, þar sem meðal annars hefur verið hvatt til þess að senda bandarískar dauðasveitir á eftir forsvarsmönnum samtakanna. Kristinn segist finna fyrir gríðarlegum meðbyr. Almenningur hafi þannig áttað sig á því að um sé að ræða grundvallarspurningar um mannréttindi, tjáningafrelsi og frelsi internetsins. Kristinn segir síðuna stefna á að birta upplýsingar um bandaríska fjármálastofnun á næsta ári. Starfsmenn síðunnar láta því ekki deigan síga þrátt fyrir mótlætið. Kristinn hvetur Össur Skarphéðinsson til þess að gagnrýna framferði bandarísku ríkisstjórnarinnar, „helst í kvöld," bætti hann svo við en meðal annars hafa utanríkisráðherra Ástralíu og forseti Brasilíu stutt samtökin opinberlega og gagnrýnt hegðun Bandaríkjanna í málinu. Þá vill Kristinn að Alþingi festi í lög IMMI verkefnið svokallaða sem myndi tryggja frelsi upplýsingamiðlun hér á landi. Spurður hvort það sé fylgst með honum svararar Kristinn: „Ég geri ráð fyrir því að það sé fylgst með mér." Hann segist þó ekki upplifa sig í hættu þó svo megi vera. Enda verið áberandi sem talsmaður samtakanna í fjölmiðlum undanfarnar vikur. Spurður hvernig það þróaðist að hann talaði fyrir samtökin í fjarveru Julian svaraði Kristinn: „Ég dró bara það stutta strá." Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
„Það er búið að vera ansi stormasamt undanfarnar vikur,“ sagði Kristinn Hrafnsson, einn af talsmönnum Wikileaks, í viðtali við Egil Helgason, í Silfri Egils í hádeginu. Kristinn hefur verið áberandi í heimsfréttunum vegna Wikileaks og árása á vefinn. Þá er forsprakki Wikileaks, Julian Assange, í gæsluvarðhald í Bretlandi vegna áskana um kynferðisbrot í Svíþjóð. Kristinn segir síðustu vikur hafa verið ótrúlegar. Þannig hafi upplýsingamiðlun Wikileaks orðið til þess að heimasíða samtakanna hefur sætt þrotlausum árásum tölvuþrjóta auk þess sem Paypal, Mastercard, Visa og fleiri neita að miðla greiðslum þeirra sem vilja styrkja samtökin. Kristinn segir þetta ótrúlegt framferði enda viti hann til að þrýstingur bandarískra yfirvalda hafi orðið til þess að greiðslufyrirtækin lokuðu á Wikileaks, þrátt fyrir að samtökin hafi ekkert annað til saka unnið en að leka út upplýsingum úr sendiráðum Bandaríkjanna. „Við höfum gripið til varnar, eða sóknar öllu heldur. Við munum draga þessi fyrirtæki til ábyrgðar," segir Kristinn sem er hvergi banginn og upplifir sig ekki í hættu þrátt fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar bandarískra ráðamanna, þar sem meðal annars hefur verið hvatt til þess að senda bandarískar dauðasveitir á eftir forsvarsmönnum samtakanna. Kristinn segist finna fyrir gríðarlegum meðbyr. Almenningur hafi þannig áttað sig á því að um sé að ræða grundvallarspurningar um mannréttindi, tjáningafrelsi og frelsi internetsins. Kristinn segir síðuna stefna á að birta upplýsingar um bandaríska fjármálastofnun á næsta ári. Starfsmenn síðunnar láta því ekki deigan síga þrátt fyrir mótlætið. Kristinn hvetur Össur Skarphéðinsson til þess að gagnrýna framferði bandarísku ríkisstjórnarinnar, „helst í kvöld," bætti hann svo við en meðal annars hafa utanríkisráðherra Ástralíu og forseti Brasilíu stutt samtökin opinberlega og gagnrýnt hegðun Bandaríkjanna í málinu. Þá vill Kristinn að Alþingi festi í lög IMMI verkefnið svokallaða sem myndi tryggja frelsi upplýsingamiðlun hér á landi. Spurður hvort það sé fylgst með honum svararar Kristinn: „Ég geri ráð fyrir því að það sé fylgst með mér." Hann segist þó ekki upplifa sig í hættu þó svo megi vera. Enda verið áberandi sem talsmaður samtakanna í fjölmiðlum undanfarnar vikur. Spurður hvernig það þróaðist að hann talaði fyrir samtökin í fjarveru Julian svaraði Kristinn: „Ég dró bara það stutta strá."
Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira