Erlent

Frétt af rússneskri innrás í Georgíu var uppspuni

Rússneskur skriðdreki á ferð í Georgíu í fyrra.
Rússneskur skriðdreki á ferð í Georgíu í fyrra.

Það varð uppi fótur og fit í Georgíu í gærkvöldi þegar sjónvarpsstöð í landinu flutti af því fréttir að rússneskir skriðdrekar væru komnir til höfuðborgarinnar Tblisi og að forseti landsins væri látinn. Fréttinn var uppspuni en engu að síður olli hún miklu uppnámi í landinu og símkerfi landsins hrundi auk þess sem fjöldi fólks þusti út á götur.

Sjónvarpsstöðin hefur beðist afsökunar á athæfinu en fréttastjórinn segist hafa sett fréttina í loftið til þess að sýna hvað gæti gerst ef forsetinn yrði drepinn. Áður en hún fór í loftið kom fram að um uppspuna væri að ræða en það virðist hafa farið framhjá landsmönnum að mestu.

18 mánuðir eru nú liðnir frá því Rússar réðust inn í landið fyrir alvöru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×