Handbolti

Michael Kraus meiddur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar
Kraus hér í baráttunni við Ingimund Ingimundarson.
Kraus hér í baráttunni við Ingimund Ingimundarson.

Michael Kraus, leikmaður þýska landsliðsins í handbolta, meiddist í leik liðsins gegn Svíþjóð á EM í handbolta í gær.

Kraus er lykilmaður í þýska landsliðinu og því yrði það mikið áfall fyrir liðið ef hann yrði að draga sig í hlé.

Hann tognaði á vöðva aftan á læri og er enn óvíst hvort hann geti spilað með Þýskalandi gegn Frakklandi á morgun.

Heiner Brand, landsliðsþjálfari Þýskalands, hefur þegar brugðist við þessu með því að skipta út Stefan Schröder fyrir Martin Strobel sem leikur með Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni.

Strobel verður því í leikmannahópi þýska landsliðsins á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×