Eldgosið hægði á sölunni 9. september 2010 11:00 Útgáfufyrirtækið Kimi Records heldur upp á þriggja ára afmælið sitt í versluninni Havaríi um helgina. fréttablaðið/vilhelm Kimi Records heldur upp á þriggja ára afmælið sitt í Havaríi um helgina. Útgáfustjórinn Baldvin Esra segir fyrirtækið í góðum gír eftir dýfu í byrjun ársins vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Kimi Records heldur upp á þriggja ára afmælið sitt um helgina með veislu í versluninni Havaríi. Útgáfufyrirtækið hefur verið starfandi síðan haustið 2007 og gefið út jaðartónlist af ýmsum stærðum og gerðum. Baldvin Esra Einarsson stofnaði Kimi Records og er núverandi útgáfustjóri. „Þetta hefur verið talsvert ævintýri og verið upp og ofan eins og gengur og gerist í þessum bransa,“ segir Baldvin Esra um árin þrjú. „En við erum komin á ágætis kjöl aftur og við erum að gefa út talsvert af plötum fyrir jólin.“ Hann segir að reksturinn hafi verið erfiður fyrri hluta þessa árs. „Salan var mjög slök sem má rekja til fækkunar útlendinga í apríl og maí út af eldgosinu. Það setti strik í reikninginn en við erum að reyna að vinna okkur upp úr því. Seinni hluti sumars var mjög góður og við erum bjartsýnir á framhaldið.“ Baldvin segist ekkert hafa vitað út í hvað hann var að fara þegar hann byrjaði með fyrirtækið en segist hafa skemmt sér vel og lært heilmikið. Hann er núna búsettur í Belgíu og stjórnar þaðan erlendu útgáfunni en Kimi Records hefur gefið út níu plötur í Evrópu og Bandaríkjunum. „Þetta er allt öðruvísi ferli en heima. Það er miklu lengra og meiri undirbúningur sem þarf því við erum með svo mörg markaðssvæði og tungumál. En það er gaman líka að standa í því.“ Söluhæsta plata Kimi Records til þessa er Sleepdrunk Seasons, fyrsta plata Hjaltalín, sem hefur selst í um 7-8 þúsund eintökum. Þar á eftir kemur fyrsta plata FM Belfast, How to Make Friends, sem hefur selst í um 6-7 þúsund eintökum hér heima og erlendis. Á næstu dögum eru síðan tvær plötur væntanlegar frá Kimi, eða fyrsta plata Swords of Chaos og endurútgáfa af plötu SH draums, Goð. Sú síðarnefnda verður í tvöfaldri viðhafnarútgáfu með tónleikaupptökum og fleiru. Afmælið í Havaríi stendur yfir frá 14 til 17 á laugardag þar sem hljómsveitirnar Reykjavík!, Morðingjarnir og Nolo leika fyrir gesti. Efnt verður til útsölu í tilefni afmælisins sem stendur yfir dagana 10., 11., 17. og 18. septem-ber. Geisladiskar, vínylplötur, stuttermabolir og fleira verður í boði á góðu verði. freyr@frettabladid.is Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Kimi Records heldur upp á þriggja ára afmælið sitt í Havaríi um helgina. Útgáfustjórinn Baldvin Esra segir fyrirtækið í góðum gír eftir dýfu í byrjun ársins vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Kimi Records heldur upp á þriggja ára afmælið sitt um helgina með veislu í versluninni Havaríi. Útgáfufyrirtækið hefur verið starfandi síðan haustið 2007 og gefið út jaðartónlist af ýmsum stærðum og gerðum. Baldvin Esra Einarsson stofnaði Kimi Records og er núverandi útgáfustjóri. „Þetta hefur verið talsvert ævintýri og verið upp og ofan eins og gengur og gerist í þessum bransa,“ segir Baldvin Esra um árin þrjú. „En við erum komin á ágætis kjöl aftur og við erum að gefa út talsvert af plötum fyrir jólin.“ Hann segir að reksturinn hafi verið erfiður fyrri hluta þessa árs. „Salan var mjög slök sem má rekja til fækkunar útlendinga í apríl og maí út af eldgosinu. Það setti strik í reikninginn en við erum að reyna að vinna okkur upp úr því. Seinni hluti sumars var mjög góður og við erum bjartsýnir á framhaldið.“ Baldvin segist ekkert hafa vitað út í hvað hann var að fara þegar hann byrjaði með fyrirtækið en segist hafa skemmt sér vel og lært heilmikið. Hann er núna búsettur í Belgíu og stjórnar þaðan erlendu útgáfunni en Kimi Records hefur gefið út níu plötur í Evrópu og Bandaríkjunum. „Þetta er allt öðruvísi ferli en heima. Það er miklu lengra og meiri undirbúningur sem þarf því við erum með svo mörg markaðssvæði og tungumál. En það er gaman líka að standa í því.“ Söluhæsta plata Kimi Records til þessa er Sleepdrunk Seasons, fyrsta plata Hjaltalín, sem hefur selst í um 7-8 þúsund eintökum. Þar á eftir kemur fyrsta plata FM Belfast, How to Make Friends, sem hefur selst í um 6-7 þúsund eintökum hér heima og erlendis. Á næstu dögum eru síðan tvær plötur væntanlegar frá Kimi, eða fyrsta plata Swords of Chaos og endurútgáfa af plötu SH draums, Goð. Sú síðarnefnda verður í tvöfaldri viðhafnarútgáfu með tónleikaupptökum og fleiru. Afmælið í Havaríi stendur yfir frá 14 til 17 á laugardag þar sem hljómsveitirnar Reykjavík!, Morðingjarnir og Nolo leika fyrir gesti. Efnt verður til útsölu í tilefni afmælisins sem stendur yfir dagana 10., 11., 17. og 18. septem-ber. Geisladiskar, vínylplötur, stuttermabolir og fleira verður í boði á góðu verði. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira