Siggi Bjarna: Grátlegt að ná ekki báðum stigunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. janúar 2010 19:30 Sigurður Bjarnason, EM-sérfræðingur Vísis. Sigurður Bjarnason, EM-sérfræðingur Vísis, segir stöðu íslenska liðsins vera góða þó svo hann hafi viljað sjá strákana landa sigri í dag gegn Króötum. „Mér fannst þetta vera rosafínn leikur. Ég hefði viljað sjá sigur og það var grátlegt að ná ekki báðum stigunum enda vorum við betri allan leikinn. Það var ótrúlegt að sjá hvað þeir fengu að hanga á boltanum í lokin og skandall að það hafi ekki verið dæmd töf á Króatana," sagði Sigurður en hvað fannst honum um alla brottrekstrana? „Þegar maður skoðar þá hægt þá voru þeir allir réttlætanlegir fyrir utan síðustu brottvísunina á Sverre. Það er samt ekkert að því að hafa fengið alla þessa brottrekstra, það segir okkur að þeir séu ákveðnir og grimmir eins og þeir eiga að vera. „Ég er helst ósáttur að við skulum ekki hafa keyrt meira á þá. Við spilum miklu skemmtilegri bolta en Króatar sem spila leiðinlegan göngubolta," sagði Sigurður sem er ánægður með margt af því sem þjálfarinn er að gera. „Hann er að nota flesta leikmenn liðsins sem er gott. Hann á að halda áfram að gera það. Ég vil sjá Ólaf Guðmundsson koma líka inn. Hann er óþreyttur og hungraður. Horfir á Aron blómstra og vill eflaust gera slíkt hið sama. Þetta er strákur sem þekkir ekkert nema að sigra og ég myndi treysta honum til að taka þátt. Það vantar smá pung í Guðmund að hleypa honum inn. „Ég vil líka fá að sjá Sturlu spila eitthvað sem og Loga. Ef að Logi er meiddur og fór með út þá er það náttúrulega skandall. Ef hann er ekki meiddur þá á hann einfaldlega að spila eitthvað," sagði Sigurður sem lítur björtum augum á næstu leiki. „Ég er bjartsýnn á framhaldið. Strákarnir hljóta að vera með mikið sjálfstraust núna en þetta er ekki búið og mótið getur enn klúðrast. Ég trúi því þó ekki að slíkt gerist." Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira
Sigurður Bjarnason, EM-sérfræðingur Vísis, segir stöðu íslenska liðsins vera góða þó svo hann hafi viljað sjá strákana landa sigri í dag gegn Króötum. „Mér fannst þetta vera rosafínn leikur. Ég hefði viljað sjá sigur og það var grátlegt að ná ekki báðum stigunum enda vorum við betri allan leikinn. Það var ótrúlegt að sjá hvað þeir fengu að hanga á boltanum í lokin og skandall að það hafi ekki verið dæmd töf á Króatana," sagði Sigurður en hvað fannst honum um alla brottrekstrana? „Þegar maður skoðar þá hægt þá voru þeir allir réttlætanlegir fyrir utan síðustu brottvísunina á Sverre. Það er samt ekkert að því að hafa fengið alla þessa brottrekstra, það segir okkur að þeir séu ákveðnir og grimmir eins og þeir eiga að vera. „Ég er helst ósáttur að við skulum ekki hafa keyrt meira á þá. Við spilum miklu skemmtilegri bolta en Króatar sem spila leiðinlegan göngubolta," sagði Sigurður sem er ánægður með margt af því sem þjálfarinn er að gera. „Hann er að nota flesta leikmenn liðsins sem er gott. Hann á að halda áfram að gera það. Ég vil sjá Ólaf Guðmundsson koma líka inn. Hann er óþreyttur og hungraður. Horfir á Aron blómstra og vill eflaust gera slíkt hið sama. Þetta er strákur sem þekkir ekkert nema að sigra og ég myndi treysta honum til að taka þátt. Það vantar smá pung í Guðmund að hleypa honum inn. „Ég vil líka fá að sjá Sturlu spila eitthvað sem og Loga. Ef að Logi er meiddur og fór með út þá er það náttúrulega skandall. Ef hann er ekki meiddur þá á hann einfaldlega að spila eitthvað," sagði Sigurður sem lítur björtum augum á næstu leiki. „Ég er bjartsýnn á framhaldið. Strákarnir hljóta að vera með mikið sjálfstraust núna en þetta er ekki búið og mótið getur enn klúðrast. Ég trúi því þó ekki að slíkt gerist."
Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira