Handbolti

Bogdan Kowalczyk hissa á svo mörgum leikjum skömmu fyrir EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá leik Íslands og Spánar á hraðmótinu í Frakklandi.
Frá leik Íslands og Spánar á hraðmótinu í Frakklandi. Mynd/AFP

Ríkisútvarpið hefur það eftir Bogdani Kowalczyk í kvöldfréttum sínum að hann sé hissa á hversu marga leiki íslenska liðið hafi spilað á síðustu níu dögunum fyrir Evrópumótið í Austurríki.

Ísland spilaði fimm leiki frá laugardegi til sunnudags og mótið hefst síðan á morgun, þriðjudag. Þetta eru fimm leikir á átta dögum auk allra ferðalaganna.

Bogdani Kowalczyk var landsliðsþjálfari Íslands á árunum 1983 til 1990 og íslenska landsliðið náði undir hans stjórn 6. sætinu bæði á Ólympíuleikunum í Los Angeles og á HM 1986 auk þess að vinna b-keppnina 1989.

Bogdan telur ennfremur að íslenska landsliðið eigi bærilega möguleika á að komast í undanúrslit á EM í Austurríki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×