Handbolti

Aron Pálmarsson: Ég er 100 prósent

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar
Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Mynd/Anton

„Ég var að æfa í fyrsta skipt í dag síðan ég meiddist og ég er orðinn 100 prósent góður af þeim," sagði Aron Pálmarsson eftir æfingu íslenska landsliðsins í Linz í dag.

Aron meiddist á æfingu á föstudaginn síðastliðinn og missti því af leikjum Íslands á æfingamótinu í Frakklandi um helgina.

„Það var vissulega leiðinlegt að missa af þessum leikjum og ég hefði vissulega viljað stilla „byssuna" og komast enn betur inn í málin. En ég er með allt mitt á hreinu og er sáttur eins og staðan er í dag."

Hann á von á afar erfiðum leik gegn Serbum á morgun.

„Mjög erfiðum. Við höfum verið að horfa á upptökur af þeirra leikjum og þeir eru greinilega mjög sterkir. En við teljum okkur vita hvað þurfi til að stoppa þá. Það verður svo að koma í ljós hvort það virkar."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×