Lífið

Trúir ekki á farsælan endi

Drew Barrymore. MYND/Cover Media
Drew Barrymore. MYND/Cover Media

Leikkonan Drew Barrymore, 35 ára, er hætt að trúa á farsælan endi þegar kemur að ástarsamböndum.

Drew er um þessar mundir stödd í „haltu mér slepptu mér sambandi" við leikarann Justin Long. Sambandið hefur staðið yfir í fimm ár.

Í stað þess að eltast við fullkomna félagann ætlar Drew að hugsa um sjálfa sig og leggja sig fram við að vera hamingjusöm.

„Guð hvað ég hef grátið oft yfir strákum og sambandsslitum en ég held áfram að passa upp á hjartað mitt því ég hef verið særð og það óteljandi sinnum," sagði Drew.

„Ég hef eytt miklum tíma í að skilja ástina og er fyrir löngu hætt að trúa á farsælan endi en ég trúi hinsvegar á góða daga," sagði hún.

„Þegar þú færð tækifæri á að upplifa ástina og hún kemur á náttúrulegan máta þá ber þér skylda að taka á móti henni opnum örmum og „kýla á það" þó að þú hafir verið særð áður," sagði Drew.

Við spáðum fyrir heppnum lesanda Llífsins í morgun á Facebook síðunni okkar. Vertu með næst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.