Erlent

Rekja sýklaslóð í stað fingrafara

Sýklar á höndum Geta komið að gagni við réttarrannsóknir, þó þessi aðferð dugi vart til.nordicphtos/AFP
Sýklar á höndum Geta komið að gagni við réttarrannsóknir, þó þessi aðferð dugi vart til.nordicphtos/AFP

Innan tíðar gætu glæpamenn átt erfiðara með að fela slóð sína, því þótt fingraför séu þurrkuð út skilur fólk eftir sig sýkla á öllu sem það snertir.

Vísindamenn við Colorado-háskóla í Bandaríkjunum hafa þróað aðferð til að greina einstaklingsbundin sérkenni á þessum sýklaslóðum, þótt nákvæmnin sé enn ekki nema 70 til 90 prósent.

Áður höfðu sömu vísindamenn fundið út að mannshendur bera með sér um 150 tegundir sýkla, en engar tvær manneskjur eru með meira en 13 prósent þeirra sameiginleg.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×