"Lauslát skellibjalla" María Gyða Pétursdóttir skrifar 30. nóvember 2010 04:00 Hrekkjavaka er haldin hátíðleg víða um heim ár hvert. Hefðin er sú að fólk gangi í hús og bjóði fólki „grikk eða gott" („trick-or-treating"), klæði sig í búninga og sæki búningapartí. Hátíðin er mjög vinsæl, þá sérstaklega í Bandaríkjunum. Íslendingar hafa hingað til ekki haldið hrekkjavökuhátíðinni á lofti en þó hefur færst í vöxt að hér séu haldin grímuböll eða búningapartí á Hrekkjavöku. Þetta ár var engin undantekning, til að mynda var hrekkjavökupartí haldið á NASA, bæði fyrir 14 ára og eldri og 20 ára og eldri. Margir héldu partí í heimahúsum og einnig voru partí eða böll sem tengdust hátíðinni í einhverjum af grunn- og framhaldsskólum landsins. Oft myndast mikil stemmning þegar kemur að því að finna flottasta búninginn. Í 29. tölublaði Monitors, fylgiblaði Morgunblaðsins, ákváðu blaðamenn þess að aðstoða fólk við búningaval fyrir atburði sem tengdust hátíðinni. Nefnt var að metnaðarleysi í búningavali væri ekki málið þetta árið en fyrirsögn greinarinnar var „Feitir ferðamenn og lauslátir vaxlitir". Henni fylgdu myndir af margvíslegum búningum sem blaðamenn höfðu safnað saman, og þá helst fyrir ungar konur. Þarna gat fólk fengið hugmyndir að frumlegum búningum. Þó að greinin hafi átt að vera á léttu nótunum má setja spurningamerki við þau skilaboð sem þar eru send. Textar með myndum, sem greininni fylgdu, voru á borð við „vertu sakleysið uppmálað sem lauslátt twister spil", „enginn abbast upp á lauslátan sjóræningja", „með nesti í körfu er lausláta rauðhetta vinsælasta stúlkan" og þetta átti ekki aðeins við um stúlkurnar því ekki má gleyma „dónalega tvíbura aladdín". Eru þetta skilaboðin til okkar, ungu kynslóðarinnar, að við getum helst ekki klætt okkur upp í búning nema vera lauslát, dónaleg eða senda á einhvern hátt kynferðisleg skilaboð? Að vera lauslátur hefur hingað til ekki haft góða merkingu í hugum ungmenna en hér er verið að senda þau skilaboð, að lauslæti, sem í íslenskum orðabókum er skilgreint sem að vera fjöllyndur í ástarmálum, sé orðið fullkomlega eðlilegt og jafnvel eftirsóknarvert. Ungar stúlkur og drengir líta upp til þeirra sem eldri eru. Það væri sorgleg þróun ef eftir nokkur ár, kippti enginn sér upp við það að heyra ungar stúlkur tilkynna að þær hafi klætt sig upp sem „lausláta skellibjöllu". Þetta er þó sá raunveruleiki sem blasir við á tímum klámkynslóðarinnar, eins og mín kynslóð er stundum kölluð. Þegar fjölmiðlar geta hreinlega ekki komið með hugmyndir að hrekkjavökubúningum án þess að breyta saklausum teiknimyndapersónum í kynferðislega ögrandi lauslætisdrósir, þá gefur það einfaldlega til kynna að við eigum nafngiftina svo sannarlega skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hrekkjavaka er haldin hátíðleg víða um heim ár hvert. Hefðin er sú að fólk gangi í hús og bjóði fólki „grikk eða gott" („trick-or-treating"), klæði sig í búninga og sæki búningapartí. Hátíðin er mjög vinsæl, þá sérstaklega í Bandaríkjunum. Íslendingar hafa hingað til ekki haldið hrekkjavökuhátíðinni á lofti en þó hefur færst í vöxt að hér séu haldin grímuböll eða búningapartí á Hrekkjavöku. Þetta ár var engin undantekning, til að mynda var hrekkjavökupartí haldið á NASA, bæði fyrir 14 ára og eldri og 20 ára og eldri. Margir héldu partí í heimahúsum og einnig voru partí eða böll sem tengdust hátíðinni í einhverjum af grunn- og framhaldsskólum landsins. Oft myndast mikil stemmning þegar kemur að því að finna flottasta búninginn. Í 29. tölublaði Monitors, fylgiblaði Morgunblaðsins, ákváðu blaðamenn þess að aðstoða fólk við búningaval fyrir atburði sem tengdust hátíðinni. Nefnt var að metnaðarleysi í búningavali væri ekki málið þetta árið en fyrirsögn greinarinnar var „Feitir ferðamenn og lauslátir vaxlitir". Henni fylgdu myndir af margvíslegum búningum sem blaðamenn höfðu safnað saman, og þá helst fyrir ungar konur. Þarna gat fólk fengið hugmyndir að frumlegum búningum. Þó að greinin hafi átt að vera á léttu nótunum má setja spurningamerki við þau skilaboð sem þar eru send. Textar með myndum, sem greininni fylgdu, voru á borð við „vertu sakleysið uppmálað sem lauslátt twister spil", „enginn abbast upp á lauslátan sjóræningja", „með nesti í körfu er lausláta rauðhetta vinsælasta stúlkan" og þetta átti ekki aðeins við um stúlkurnar því ekki má gleyma „dónalega tvíbura aladdín". Eru þetta skilaboðin til okkar, ungu kynslóðarinnar, að við getum helst ekki klætt okkur upp í búning nema vera lauslát, dónaleg eða senda á einhvern hátt kynferðisleg skilaboð? Að vera lauslátur hefur hingað til ekki haft góða merkingu í hugum ungmenna en hér er verið að senda þau skilaboð, að lauslæti, sem í íslenskum orðabókum er skilgreint sem að vera fjöllyndur í ástarmálum, sé orðið fullkomlega eðlilegt og jafnvel eftirsóknarvert. Ungar stúlkur og drengir líta upp til þeirra sem eldri eru. Það væri sorgleg þróun ef eftir nokkur ár, kippti enginn sér upp við það að heyra ungar stúlkur tilkynna að þær hafi klætt sig upp sem „lausláta skellibjöllu". Þetta er þó sá raunveruleiki sem blasir við á tímum klámkynslóðarinnar, eins og mín kynslóð er stundum kölluð. Þegar fjölmiðlar geta hreinlega ekki komið með hugmyndir að hrekkjavökubúningum án þess að breyta saklausum teiknimyndapersónum í kynferðislega ögrandi lauslætisdrósir, þá gefur það einfaldlega til kynna að við eigum nafngiftina svo sannarlega skilið.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun