Myndskreytir heimasíðu Cörlu Bruni 27. júlí 2010 16:45 Skór Erlu Maríu eru dæmi um hönnun hennar sem hún selur á heimasíðu Arts Projekt. Verk Erlu verður brátt að finna á vefsíðu Cörlu Bruni, forsetafrúr Frakklands, þar sem vakin er athygli á ýmsum góðgerðarmálum. „Teymið í kringum forsetafrúna skoðaði síðan verkin okkar og valdi þá sem þeim leist vel á. Mér var í framhaldi af því boðið að myndskreyta tvö málefni á síðunni sem koma inn von bráðar," segir myndskreytirinn Erla María Árnadóttir. „Kærastinn minn, Jónas Valtýsson, starfar sem grafískur hönnuður á stofunni sem sér um þessa heimasíðu." Erla María var nýlega valin í hóp til að myndskreyta heimasíðu forestafrúar Frakklands, Cörlu Bruni Sarkozy. Heimasíðan heldur utan um málefni sem forsetafrúin berst fyrir. Erla, sem er 26 ára gömul, útskrifaðist árið 2008 úr hreyfimyndagerð og myndskreytingu frá skóla í Ítalíu. Hún fluttist svo til Brighton í Englandi þar sem hún starfar nú á eigin vegum. Málefnin sem Erla María myndskreytti var kynning á heimildarmynd sem gerð var um slæmar aðstæður fanga og kynning á danshóp sem vekur athygli á fátækt. Hönnun Erlu Maríu hefur vakið athygli en bandaríska fyrirtækið ArtsProjekt bauð henni nýlega að selja nokkur verk á heimasíðu sinni. Fyrirtækið heldur úti alþjóðlegu verkefni þar sem listamenn og myndskreytarar geta haft vörur sínar til sölu án þess að missa eignarréttinn á þeim. Á þeirri síðu hefur Erla til sölu skó, hjólabretti og fatnað með myndum sem er hennar hönnun. Hægt er að skoða þau hér. Erla hefur einnig unnið með kvikmyndaframleiðendum við gerð svokallaðra tilfinningamyndskreytinga. Það eru teikningar á tilfinningum sem leikstjórar vilja ná fram í völdum senum kvikmyndarinnar. Til að allir sem að þeim koma fái sömu sýn á tilfinningarnar eru teikningarnar hafðar á tökustaðnum svo allir viti hvað það er sem þeir eiga að nálgast. „Það er í raun þunn lína á milli myndlistarmanna og myndskreytara nema þá helst það að myndskreytarar eru frekar í því að skreyta texta annarra," segir Erla María. Verk þeirra eru helst að finna í tímaritum, bókum og heimasíðum. linda@frettabladid.is Hér er heimasíða Cörlu Bruni. Hér er heimasíða Erlu Maríu. Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sjá meira
„Teymið í kringum forsetafrúna skoðaði síðan verkin okkar og valdi þá sem þeim leist vel á. Mér var í framhaldi af því boðið að myndskreyta tvö málefni á síðunni sem koma inn von bráðar," segir myndskreytirinn Erla María Árnadóttir. „Kærastinn minn, Jónas Valtýsson, starfar sem grafískur hönnuður á stofunni sem sér um þessa heimasíðu." Erla María var nýlega valin í hóp til að myndskreyta heimasíðu forestafrúar Frakklands, Cörlu Bruni Sarkozy. Heimasíðan heldur utan um málefni sem forsetafrúin berst fyrir. Erla, sem er 26 ára gömul, útskrifaðist árið 2008 úr hreyfimyndagerð og myndskreytingu frá skóla í Ítalíu. Hún fluttist svo til Brighton í Englandi þar sem hún starfar nú á eigin vegum. Málefnin sem Erla María myndskreytti var kynning á heimildarmynd sem gerð var um slæmar aðstæður fanga og kynning á danshóp sem vekur athygli á fátækt. Hönnun Erlu Maríu hefur vakið athygli en bandaríska fyrirtækið ArtsProjekt bauð henni nýlega að selja nokkur verk á heimasíðu sinni. Fyrirtækið heldur úti alþjóðlegu verkefni þar sem listamenn og myndskreytarar geta haft vörur sínar til sölu án þess að missa eignarréttinn á þeim. Á þeirri síðu hefur Erla til sölu skó, hjólabretti og fatnað með myndum sem er hennar hönnun. Hægt er að skoða þau hér. Erla hefur einnig unnið með kvikmyndaframleiðendum við gerð svokallaðra tilfinningamyndskreytinga. Það eru teikningar á tilfinningum sem leikstjórar vilja ná fram í völdum senum kvikmyndarinnar. Til að allir sem að þeim koma fái sömu sýn á tilfinningarnar eru teikningarnar hafðar á tökustaðnum svo allir viti hvað það er sem þeir eiga að nálgast. „Það er í raun þunn lína á milli myndlistarmanna og myndskreytara nema þá helst það að myndskreytarar eru frekar í því að skreyta texta annarra," segir Erla María. Verk þeirra eru helst að finna í tímaritum, bókum og heimasíðum. linda@frettabladid.is Hér er heimasíða Cörlu Bruni. Hér er heimasíða Erlu Maríu.
Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“