Breiðfirsk perla Erna Arngrímsdóttir skrifar 23. nóvember 2010 00:01 Þann 4. nóvember sl. komu út frímerki , þar á meðal eitt með málverki Sigurlaugar Jónasdóttur frá Öxney af Pétri Einarssyni frá Arney. Pétur var sannkallaður brautryðjandi í jafnréttismálum þar sem hann nefndi bæði kynin kall minn. Hann var eini maðurinn sem um er vitað sem lagði lóðir á Breiðafirði og sofnaði síðan í bátnum. Pétur sofandi í bátnum með afla sinn er myndefnið. Þeir sem sigla Breiðafjörð vita að þar eru margar hættur, boðar og voðasker sem hafa grandað fólki frá því að land byggðist. Sigurlaug stóðst ekki mátið og hefur málað fjölmargar myndir af Pétri þar sem botninn á stígvélunum er misstór. Allt eru þetta dásamlegar myndir með mikilli dýpt, fegurð og virðingu fyrir manninum sem verður hluti náttúrunnar . Pétur dó á síðari hluta 20. aldar og á fyrri hluta aldarinnar var ekki lenska að hrósa konum eða láta þær gjalda sannmælis fyrir störfin. Pétur var ákafur talsmaður kvenna og hélt mjög á lofti dugnaði breiðfirsku kvennanna sem stunduðu sjó og tóku jafnan þátt í karlastörfum. Einkum var hann hrifinn af Júlíönu Silfá hálfsystur sinni sem var hreiðurdrútur föður síns , þ.e.a.s. hún var ekki hjónabandsbarn. Þessi frábæra kona varð rúmlega hundrað ára og bjó í Langey. Þegar karlmenn sögðu afrekssögur af lúðuveiðum eða erfiðum siglingum, kunni Pétur ævinlega betri og kröftugri sögu af Júllu systur. Pétur kvæntist ekki en mikill og sterkur ættbogi er út af Júlíönu í Langey. Sigurlaug Jónasdóttir, listmálari, fæddist 1913 í Öxney á Breiðafirði. Hún missti móður sína 14 ára gömul og varð að taka við heimili með 12 börnum. Það þýðir víst lítið að segja nútímafólki þetta. Enda kvartaði hún oft yfir því hvað viðmælendur hennar botnuðu ekkert í heimi verka hennar, þar sem úir og grúir af börnum við vinnu og alls staðar er Elín móðir hennar ófrísk. Hún braust til mennta og dvaldist öll stríðsárin í Noregi þar sem hún menntaðist sem kennari og stótti teiknitíma hjá virtum skóla. Veraldlegur auður þyngdi ekki Öxneyingum en miklar gáfur og listfengi einkennir þetta fólk sem dreifst hefur um heiminn. Á myndinni rammar báturinn efnið eins og á fornum helgimyndum, sofandi maðurinn, ómælisvíðátta hafsins, aflanum raðað í skutinn, allt eins og hún mundi þetta! Nú fer frímerkið hennar Sigurlaugar með fegurð Breiðafjarðar og kappanum Pétri Einarssyni frá Arney um heiminn, sannarleg breiðfirsk perla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Þann 4. nóvember sl. komu út frímerki , þar á meðal eitt með málverki Sigurlaugar Jónasdóttur frá Öxney af Pétri Einarssyni frá Arney. Pétur var sannkallaður brautryðjandi í jafnréttismálum þar sem hann nefndi bæði kynin kall minn. Hann var eini maðurinn sem um er vitað sem lagði lóðir á Breiðafirði og sofnaði síðan í bátnum. Pétur sofandi í bátnum með afla sinn er myndefnið. Þeir sem sigla Breiðafjörð vita að þar eru margar hættur, boðar og voðasker sem hafa grandað fólki frá því að land byggðist. Sigurlaug stóðst ekki mátið og hefur málað fjölmargar myndir af Pétri þar sem botninn á stígvélunum er misstór. Allt eru þetta dásamlegar myndir með mikilli dýpt, fegurð og virðingu fyrir manninum sem verður hluti náttúrunnar . Pétur dó á síðari hluta 20. aldar og á fyrri hluta aldarinnar var ekki lenska að hrósa konum eða láta þær gjalda sannmælis fyrir störfin. Pétur var ákafur talsmaður kvenna og hélt mjög á lofti dugnaði breiðfirsku kvennanna sem stunduðu sjó og tóku jafnan þátt í karlastörfum. Einkum var hann hrifinn af Júlíönu Silfá hálfsystur sinni sem var hreiðurdrútur föður síns , þ.e.a.s. hún var ekki hjónabandsbarn. Þessi frábæra kona varð rúmlega hundrað ára og bjó í Langey. Þegar karlmenn sögðu afrekssögur af lúðuveiðum eða erfiðum siglingum, kunni Pétur ævinlega betri og kröftugri sögu af Júllu systur. Pétur kvæntist ekki en mikill og sterkur ættbogi er út af Júlíönu í Langey. Sigurlaug Jónasdóttir, listmálari, fæddist 1913 í Öxney á Breiðafirði. Hún missti móður sína 14 ára gömul og varð að taka við heimili með 12 börnum. Það þýðir víst lítið að segja nútímafólki þetta. Enda kvartaði hún oft yfir því hvað viðmælendur hennar botnuðu ekkert í heimi verka hennar, þar sem úir og grúir af börnum við vinnu og alls staðar er Elín móðir hennar ófrísk. Hún braust til mennta og dvaldist öll stríðsárin í Noregi þar sem hún menntaðist sem kennari og stótti teiknitíma hjá virtum skóla. Veraldlegur auður þyngdi ekki Öxneyingum en miklar gáfur og listfengi einkennir þetta fólk sem dreifst hefur um heiminn. Á myndinni rammar báturinn efnið eins og á fornum helgimyndum, sofandi maðurinn, ómælisvíðátta hafsins, aflanum raðað í skutinn, allt eins og hún mundi þetta! Nú fer frímerkið hennar Sigurlaugar með fegurð Breiðafjarðar og kappanum Pétri Einarssyni frá Arney um heiminn, sannarleg breiðfirsk perla.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar