Lífið

Blessun þegar ekkert gekk upp

Drew Barrymore. MYND/ Cover Media
Drew Barrymore. MYND/ Cover Media

Leikkonan Drew Barrymore er fyrst frjáls núna, 35 ára gömul, því hún er hætt að reyna að vera fullkomin.

Drew, sem sló í gegn á heimsvísu þegar hún lék aðeins sex ára gömul í kvikmyndinni E.T., hefur tekist á við margar hindranir í gegnum tíðina en náði sér aftur á strik árið 1995 sem leikkona, framleiðandi og leikstjóri.

Í dag er hún fullnægð í eigin skinni og segir ákveðið frelsi felast í því að geta verið hún sjálf.

„Þú þarft stöðugt að láta eins og þú sért fullkomin þegar þú ert leikkona og það er ömurlegt. Ég hef tileinkað mér að vera frjáls og samkvæm sjálfri mér."

Drew viðurkennir að það er erfitt að vera fræg því þá gengur allt út á að líta óaðfinnanlega vel út.

„Ég reyni að meta það sem ég hef núna. Á tímabili vildi enginn ráða mig í vinnu og það var blessun í mínu lífi því þá áttaði ég mig á því að það er ekki sjálfgefið að allt gangi blússandi vel. Ég þarf að minna mig á það á hverjum einasta degi," sagði hún.

Síðan okkar á Facebook. Við spáðum fyrir lesendum Lífsins í morgun og gerum það aftur í dag kl: 14:00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.