Flytja inn blaðamenn frá NME og Dazed & Confused 23. júlí 2010 08:00 Níu erlendir blaðamenn verða gestir á útgáfutónleikum hljómsveitarinnar For A Minor Reflection. fréttablaðið/vilhelm Níu erlendir blaðamenn eru á leiðinni til landsins til að fylgjast með útgáfutónleikum hljómsveitarinnar For A Minor Reflection í Iðnó á laugardaginn. „Þetta verður virkilega gaman og vonandi fáum við almennilega umfjöllun,“ segir gítarleikarinn Guðfinnur Sveinsson. For a Minor Reflection hefur vakið athygli fyrir seiðandi og tilraunakennt rokk sitt sem er knúið áfram af gítarspili. Koma blaðamannanna er því gott tækifæri fyrir útlendinga að kynnast sveitinni enn betur. Blaðamenn frá Die Welt og Intro Magazine í Þýskalandi verða á tónleikunum ásamt blaðamönnum frá Dazed & Confused og NME í Bretlandi. Einnig mæta fulltrúar frá belgískum, dönskum og hollenskum blöðum á svæðið. Það er átakið Inspired By Iceland sem aðstoðar við komu þeirra til landsins, rétt eins og gert var fyrir tónleika Hjaltalín og Sinfóníuhljómsveitar Íslands með góðum árangri. Blöðin sem um er að ræða eru öll frá löndum sem For A Minor Reflection heimsækir á mánaðarlangri tónleikaferð sinni um Evrópu sem hefst í september. „Þetta eru allt löndin sem við erum að fara að spila í á tónleikaferðinni þannig að þetta passar allt rosalega vel saman,“ segir Guðfinnur. Eftir ferðina spilar hljómsveitin á Iceland Airwaves-hátíðinni í Reykjavík. Útgáfutónleikarnir á laugardagskvöld verða þeir síðustu með trommaranum Jóhannesi Ólafssyni, sem spilaði einmitt inn á nýju plötuna. Í hans stað kemur Andri Freyr Þorgeirsson og mun hann einnig spila á tónleikunum. Öllu verður tjaldað til í Iðnó og munu hinir ýmsu hljóðfæraleikarar koma við sögu, þar á meðal tveir auka gítarleikarar og tveir auka sellóleikarar. Á tónleikunum verður einnig frumsýnt myndbandsverk sem breski listamaðurinn John Rixon gerði við lagið Sjáumst í Virginíu af nýju plötunni. Rixon er virtur listamaður í Bretlandi og hefur m.a. verið sýningarstjóri í Tate-listasafninu. Auk þess verða sýnd þrjú önnur verk gerð af nemendum hans og eitt frá ítalska listamanninum Lorenzo Fonda. freyr@frettabladid.is Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Níu erlendir blaðamenn eru á leiðinni til landsins til að fylgjast með útgáfutónleikum hljómsveitarinnar For A Minor Reflection í Iðnó á laugardaginn. „Þetta verður virkilega gaman og vonandi fáum við almennilega umfjöllun,“ segir gítarleikarinn Guðfinnur Sveinsson. For a Minor Reflection hefur vakið athygli fyrir seiðandi og tilraunakennt rokk sitt sem er knúið áfram af gítarspili. Koma blaðamannanna er því gott tækifæri fyrir útlendinga að kynnast sveitinni enn betur. Blaðamenn frá Die Welt og Intro Magazine í Þýskalandi verða á tónleikunum ásamt blaðamönnum frá Dazed & Confused og NME í Bretlandi. Einnig mæta fulltrúar frá belgískum, dönskum og hollenskum blöðum á svæðið. Það er átakið Inspired By Iceland sem aðstoðar við komu þeirra til landsins, rétt eins og gert var fyrir tónleika Hjaltalín og Sinfóníuhljómsveitar Íslands með góðum árangri. Blöðin sem um er að ræða eru öll frá löndum sem For A Minor Reflection heimsækir á mánaðarlangri tónleikaferð sinni um Evrópu sem hefst í september. „Þetta eru allt löndin sem við erum að fara að spila í á tónleikaferðinni þannig að þetta passar allt rosalega vel saman,“ segir Guðfinnur. Eftir ferðina spilar hljómsveitin á Iceland Airwaves-hátíðinni í Reykjavík. Útgáfutónleikarnir á laugardagskvöld verða þeir síðustu með trommaranum Jóhannesi Ólafssyni, sem spilaði einmitt inn á nýju plötuna. Í hans stað kemur Andri Freyr Þorgeirsson og mun hann einnig spila á tónleikunum. Öllu verður tjaldað til í Iðnó og munu hinir ýmsu hljóðfæraleikarar koma við sögu, þar á meðal tveir auka gítarleikarar og tveir auka sellóleikarar. Á tónleikunum verður einnig frumsýnt myndbandsverk sem breski listamaðurinn John Rixon gerði við lagið Sjáumst í Virginíu af nýju plötunni. Rixon er virtur listamaður í Bretlandi og hefur m.a. verið sýningarstjóri í Tate-listasafninu. Auk þess verða sýnd þrjú önnur verk gerð af nemendum hans og eitt frá ítalska listamanninum Lorenzo Fonda. freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira