Jóhanna manar stjórnarandstöðu til að lýsa yfir vantrausti á sig Erla Hlynsdóttir skrifar 4. nóvember 2010 14:29 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra skorar á stjórnarandstöðuna að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Þetta gerði Jóhann í pontu á Alþingi fyrir stundu þar sem hún svaraði gagnrýni þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem þykja aðgerðir ríkisstjórnarflokkanna í þágu heimilanna vera slæmar og illa útfærðar. „Komið þið fram með vantraust á þessa ríkisstjórn," sagði Jóhanna og lagði til að ef stjórnarandstaðan myndi leggja fram slíka tillögu þá væri hægt að sjá hvort meirihluti væri fyrir henni. Jóhanna sagði þær tillögur sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hefði lagt fram væru ekki beint burðugar. Hún lagði áherslu á að þingheimur allur ynni saman að uppbyggingu. „Það er það sem fólk er að kalla eftir, að við náum saman um þær brýnu aðgerðir sem við þurfum að fara í." Hún var ósátt við að stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir aðgerðaleysi og efaðist um að stjórnarandstöðuflokkarnir hefðu staðið sig nokkru betur. „Ef þessi ríkisstjórn er svona ómöguleg eins og stjórnarandstanað er að halda fram, af hverju ber hún ekki fram vantraust á þessa ríkisstjórn?," spurði Jóhanna. Þannig væri hægt að láta á það reyna hvort meirihluti væri á þingi fyrir hugmyndum ríkisstjórnarinnar. Ef svo væri ekki þyrfti stjórnin að sinna uppbyggingunni án stjórnarandstöðunnar. „Við skulum þá sjá hvort stjórnarandstaðan er tilbúin til að fara í kosningar strax eða taka við," sagði hún. Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra skorar á stjórnarandstöðuna að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Þetta gerði Jóhann í pontu á Alþingi fyrir stundu þar sem hún svaraði gagnrýni þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem þykja aðgerðir ríkisstjórnarflokkanna í þágu heimilanna vera slæmar og illa útfærðar. „Komið þið fram með vantraust á þessa ríkisstjórn," sagði Jóhanna og lagði til að ef stjórnarandstaðan myndi leggja fram slíka tillögu þá væri hægt að sjá hvort meirihluti væri fyrir henni. Jóhanna sagði þær tillögur sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hefði lagt fram væru ekki beint burðugar. Hún lagði áherslu á að þingheimur allur ynni saman að uppbyggingu. „Það er það sem fólk er að kalla eftir, að við náum saman um þær brýnu aðgerðir sem við þurfum að fara í." Hún var ósátt við að stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir aðgerðaleysi og efaðist um að stjórnarandstöðuflokkarnir hefðu staðið sig nokkru betur. „Ef þessi ríkisstjórn er svona ómöguleg eins og stjórnarandstanað er að halda fram, af hverju ber hún ekki fram vantraust á þessa ríkisstjórn?," spurði Jóhanna. Þannig væri hægt að láta á það reyna hvort meirihluti væri á þingi fyrir hugmyndum ríkisstjórnarinnar. Ef svo væri ekki þyrfti stjórnin að sinna uppbyggingunni án stjórnarandstöðunnar. „Við skulum þá sjá hvort stjórnarandstaðan er tilbúin til að fara í kosningar strax eða taka við," sagði hún.
Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira