Lífið

Jay-Z vill eiga Arsenal

Jay-Z vill eignast hlut í Arsenal og hafa áhrif á rekstur liðsins.
Nordicphotos/Getty
Jay-Z vill eignast hlut í Arsenal og hafa áhrif á rekstur liðsins. Nordicphotos/Getty
Rapparinn Jay-Z hefur mjög mikinn áhuga á að fjárfesta í enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal. Jay-Z, sem er kvæntur söngkonunni Beyoncé Knowles, hefur verið aðdáandi liðsins síðan Frakkinn Thierry Henry lék með því fyrir nokkrum árum.

Jay-Z á hlut í körfuboltaliðinu New Jersey Nets og hefur hingað til verið þekktur fyrir ágætan smekk og skynsemi í fjárfestingum. Hann segist ekki munu taka upp veskið nema hann geti tekið þátt í að stjórna liðinu. „Ég nenni ekki að vera aftursætis-fjárfestir. Ég vil sitja í stjórninni, vera með í ákvarðanatökunni. Síðustu tíu árin hef ég komist mikið inn í fótboltann og hef í nokkurn tíma haft áhuga á hlut í Arsenal.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.