Valsmenn hristu af sér slyðruorðið með fjögurra marka sigri á Íslands- og bikarmeisturum Hauka, 24-20 á Ásvöllum í kvöld. Valsmenn voru aðeins búnir að vinna einn af síðustu sex leikjum sínum í deildinni fyrir leikinn.
Valsmenn komust upp í þriðja sæti deildarinnar úr því fimmta með þessum sigri þar sem að HK tapaði fyrir Stjörnunni en fjögur efstu liðin tryggja sér sæti í úrslitakeppninni.
Valsmenn voru einu marki yfir í hálfleik, 10-9, en skoruðu tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks og voru með góð tök á leiknum eftir það.
Haukum nægði stig út úr þessum leik til þess að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en þeir verða bíða um sinn að klára það formsatriði.
Haukar-Valur 20-24 (9-10)
Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 10, Elías Már Halldórsson 6, Þórður Rafn Guðmundsson 2, Heimir Óli Heimisson 1, Einar Örn Jónsson 1.
Mörk Vals: Fannar Þór Friðgeirsson 8, Elvar Friðriksson 5, Arnór Þór Gunnarsson 3, Orri Freyr Gíslason 2, Sigfús Páll Sigfússon 2, Sigurður Eggertsson 2, Jón Björgvin Pétursson 1, Ingvar Árnason 1.

