Erlent

Innilokaðir í kolanámunni í Rússlandi

Miklar skemmdir urðu á byggingum í grennd við kolanámuna. Búið er að finna 30 lík og um 70 eru slasaðir þar af nokkrir lífshættulega.
Miklar skemmdir urðu á byggingum í grennd við kolanámuna. Búið er að finna 30 lík og um 70 eru slasaðir þar af nokkrir lífshættulega. Mynd/AP
Enn eru um 80 verkamenn innilokaðir í stærstu kolanámu Rússlands eftir að tvær sprengingar urðu þar síðast liðið laugardagskvöld. Alls voru 359 starfsmenn neðanjarðar þegar fyrri sprengingin varð í námunni sem er staðsett í vesturhluta Síberíu. Í kjölfarið voru björgunarmenn sendir af stað og voru þeir komnir niður í námuna þegar seinni sprengingin varð. Búið er að finna 30 lík og um 70 eru slasaðir þar af nokkrir lífshættulega. Talið er að um metansprengingu hafi verið að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×