„Þetta er pólitískur ruddaháttur af verstu sort“ Valur Grettisson skrifar 26. nóvember 2010 11:39 Gunnar Birgisson. Bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, Gunnari Birgissyni, var vísað út af fundi eftir bæjarstjórnarfund á þriðjudaginn þegar hefja átti vinnu að fjárhagsáætlun bæjarins. Gunnar fullyrðir þetta sjálfur í samtali við Vísi. „Það var eftir bæjarstjórnarfundinn á þriðjudaginn þar sem ákveðið var að funda um fjárhagsáætlunina. Guðríður Arnardóttir sagði mér að hypja mig út af fundinum því þetta væru þeir tíu sem ætluðu að standa að fjárhagsáætlun bæjarins," segir Gunnar sem yfirgaf fundinn. Hann er afar ósáttur en meðal þeirra sem sátu áfram fundinn, og hreyfðu ekki við mótbárum, voru samflokksmenn Gunnars, þar á meðal oddviti flokksins, Ármann Kr. Ólafsson. Gunnar hafði áður tilkynnt að hann hugðist vinna eigin fjárhagsáætlun og skila henni fyrir jól. Í því skyni óskaði hann eftir því að fá aðstoð fjármálastjóra til þess að vinna áætlunina. Gunnar segir að þeirri ósk hafi verið hafnað formlega af meirihluta bæjarstjórnar. Þá má hann ekki heldur fá aðgang að öðrum starfsmönnum bæjarins í því skyni að búa til áætlunina. Sjálfur fullyrðir Gunnar að hann hafi ekki ætlað sér að misnota eitt né neitt og bætir við: „Hvernig á ég að rækja mínar skyldur sem bæjarfulltrúi og leggja fram þessar tillögur ef enginn má ræða við mig?" Gunnar er sótillur út í bæjarfulltrúana og íhugar að leggja inn erindi til sveitarstjórnarmálaráðherra, sem er Ögmundur Jónasson. Gunnari þykir ekki eðlilegt að honum sé meinað að fá aðstoð starfsmanna bæjarins. „Það er fáheyrt að svona gerist," segir Gunnar og bætir við: „Þetta er pólitískur ruddaháttur af verstu sort." Bæjarstjórnin þarf að skila fjárhagsáætluninni fyrir 31. desember lögum samkvæmt. Til stendur að ljúka seinni umræðunni fyrir jól. Sjálfur vonast Gunnar til þess að geta skilað sinni áætlun áður en seinni umferðin hefst. Hann segir þó einsýnt að verkið muni taka lengri tíma í ljósi aðstæðna. Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, Gunnari Birgissyni, var vísað út af fundi eftir bæjarstjórnarfund á þriðjudaginn þegar hefja átti vinnu að fjárhagsáætlun bæjarins. Gunnar fullyrðir þetta sjálfur í samtali við Vísi. „Það var eftir bæjarstjórnarfundinn á þriðjudaginn þar sem ákveðið var að funda um fjárhagsáætlunina. Guðríður Arnardóttir sagði mér að hypja mig út af fundinum því þetta væru þeir tíu sem ætluðu að standa að fjárhagsáætlun bæjarins," segir Gunnar sem yfirgaf fundinn. Hann er afar ósáttur en meðal þeirra sem sátu áfram fundinn, og hreyfðu ekki við mótbárum, voru samflokksmenn Gunnars, þar á meðal oddviti flokksins, Ármann Kr. Ólafsson. Gunnar hafði áður tilkynnt að hann hugðist vinna eigin fjárhagsáætlun og skila henni fyrir jól. Í því skyni óskaði hann eftir því að fá aðstoð fjármálastjóra til þess að vinna áætlunina. Gunnar segir að þeirri ósk hafi verið hafnað formlega af meirihluta bæjarstjórnar. Þá má hann ekki heldur fá aðgang að öðrum starfsmönnum bæjarins í því skyni að búa til áætlunina. Sjálfur fullyrðir Gunnar að hann hafi ekki ætlað sér að misnota eitt né neitt og bætir við: „Hvernig á ég að rækja mínar skyldur sem bæjarfulltrúi og leggja fram þessar tillögur ef enginn má ræða við mig?" Gunnar er sótillur út í bæjarfulltrúana og íhugar að leggja inn erindi til sveitarstjórnarmálaráðherra, sem er Ögmundur Jónasson. Gunnari þykir ekki eðlilegt að honum sé meinað að fá aðstoð starfsmanna bæjarins. „Það er fáheyrt að svona gerist," segir Gunnar og bætir við: „Þetta er pólitískur ruddaháttur af verstu sort." Bæjarstjórnin þarf að skila fjárhagsáætluninni fyrir 31. desember lögum samkvæmt. Til stendur að ljúka seinni umræðunni fyrir jól. Sjálfur vonast Gunnar til þess að geta skilað sinni áætlun áður en seinni umferðin hefst. Hann segir þó einsýnt að verkið muni taka lengri tíma í ljósi aðstæðna.
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira