Erlent

Hollenski drengurinn kominn heim

Óli Tynes skrifar
Ruben van Assouw á sjúkrahúsinu í Libyu.
Ruben van Assouw á sjúkrahúsinu í Libyu. Mynd/AP

Hollenski drengurinn Ruben van Assouw er kominn heim til Hollands. Búið er að segja honum að foreldrar hans og eldri bróðir hafi farist í flugslysinu í Libyu sem hann einn lifði af.

Reuben er níu ára gamall. Það voru frændi hans og frænka sem sögðu honum frá missinum en þau flugu til Libyu til þess að fylgja honum heim.

Eitthundrað og fjórir fórust með libysku farþegaþotunni. Ekkert er enn vitað um orsakir slyssins.

Talsmaður flugfélagsins hefur upplýst að flugmennirnir hafi ekki látið vita um nein vandamál í fjarskiptum við flugturninn fyrir slysið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×