17 ára stúlka sýknuð af röngum sakargiftum 25. nóvember 2010 17:04 Sviðsett mynd Hæstiréttur staðfesti sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í dag þar sem stúlka var ákærð fyrir að hafa haft uppi alvarlegar og rangar sakargiftir með því að hafa með framburði fyrir lögreglu og fyrir dómi leitast við að koma því til leiðar að fjórir menn yrðu sakaðir um kynferðisbrot gegn henni. Konan var ákærð í júlí á síðasti ári fyrir að saka þrjá menn fyrir að nauðga sér. Mennirnir neituðu allir staðfastlega sökum og sýndu fram á það með hljóðupptökum úr símum sínum.Stúlkan hefur á hinn bóginn borið að vilji hennar hafi ekki staðið til þess að hafa kynferðismök við mennina og hafi henni verið þröngvað til kynferðismaka. Stúlkan var 17 ára þegar umræddur atburður átti sér stað og voru mennirnir frá því að vera þremur til tíu árum eldri en hún en hún hafði engin kynni haft af þeim áður. Í málinu var upplýst að mennirnir hafi stundum verið fleiri en einn inn í herberginu á meðan hún hafði við þá kynmök. Í dómsorði héraðsdóms segir að hún hafi verið staðföst í framburði sínum um atvik að þessu leyti í skýrslutökum hjá lögreglu og fyrir dómi og var framburður hennar trúverðugur að mati dómsins. Þá er lýsing á atvikum sem höfð er eftir henni í skýrslu um læknisskoðun á Neyðarmóttöku í fullu samræmi við skýrslur hennar hjá lögreglu og fyrir dómi. Þá kemur fram að konan var undir áhrifum amfetamíns þegar atburðurinn átti sér stað. Hún heldur því fram að hún muni ekki eftir öllu sem gerðist vegna þessa. Það er staðfest af sérfræðingum að dómgreind bilist eftir að manneskja hefur neytt ákveðins lágmarks magns af amfetamíni. Sjálf reyndist konan vera sjöfalt yfir þeim mörkum. Í dómi Hæstaréttar segir að meiri líkur en minni eru á því að fíkniefnin væru komin frá mönnunum en ekki stúlkunni sjálfi. Sérfræðingur bar fyrir dómi að konan hafi lýst einkennum sem væru vel þekktar afleiðingar áfallastreitu og hefðu þessi einkenni komið í kjölfar þess atburðar sem hér um ræðir. Vitnið sagði vel þekkt að þeir, sem aðhefðust eitthvað sem samræmdist ekki þeirra „karakter", reyndu að útskýra það sem gerðist, jafnvel með því að búa til nýjar minningar. Annar sérfræðingur sagði að konan hefði sýnt einkenni sem samræmdust því að hún hefði mátt þola kynferðislegt ofbeldi. Þessi einkenni væru þekkt hjá þeim sem hefðu verið í aðstæðum þar sem þeir upplifðu sig bjargarlausa og óttaslegna. Hefði hegðun hennar verið mjög trúverðug miðað við að hún hefði upplifað eitthvað skelfilegt sem sæti í henni. Þá var vinkonu stúlkunnar varnað inngöngu í herbergið þar sem kynmökin fóru fram en einn af mönnunum stóð í hurðinni og meinaði henni að hafa afskipti af vinkonu sinni. Í dómnum kemur fram að aðstaðan hafi verið öll á þann veg að ókleift væri að útiloka að stúlkan hafi upplifað hana sem nauðung sem hún hafi mátt þola. „Þegar allt framangreint er virt telst ekki, gegn eindreginni neitun ákærðu, fram komin nægileg sönnun þess að hún hafi af ásetningi borið mennina röngum sökum eins og nánar er lýst í ákæru." Stúlkan var því sýknuð. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í dag þar sem stúlka var ákærð fyrir að hafa haft uppi alvarlegar og rangar sakargiftir með því að hafa með framburði fyrir lögreglu og fyrir dómi leitast við að koma því til leiðar að fjórir menn yrðu sakaðir um kynferðisbrot gegn henni. Konan var ákærð í júlí á síðasti ári fyrir að saka þrjá menn fyrir að nauðga sér. Mennirnir neituðu allir staðfastlega sökum og sýndu fram á það með hljóðupptökum úr símum sínum.Stúlkan hefur á hinn bóginn borið að vilji hennar hafi ekki staðið til þess að hafa kynferðismök við mennina og hafi henni verið þröngvað til kynferðismaka. Stúlkan var 17 ára þegar umræddur atburður átti sér stað og voru mennirnir frá því að vera þremur til tíu árum eldri en hún en hún hafði engin kynni haft af þeim áður. Í málinu var upplýst að mennirnir hafi stundum verið fleiri en einn inn í herberginu á meðan hún hafði við þá kynmök. Í dómsorði héraðsdóms segir að hún hafi verið staðföst í framburði sínum um atvik að þessu leyti í skýrslutökum hjá lögreglu og fyrir dómi og var framburður hennar trúverðugur að mati dómsins. Þá er lýsing á atvikum sem höfð er eftir henni í skýrslu um læknisskoðun á Neyðarmóttöku í fullu samræmi við skýrslur hennar hjá lögreglu og fyrir dómi. Þá kemur fram að konan var undir áhrifum amfetamíns þegar atburðurinn átti sér stað. Hún heldur því fram að hún muni ekki eftir öllu sem gerðist vegna þessa. Það er staðfest af sérfræðingum að dómgreind bilist eftir að manneskja hefur neytt ákveðins lágmarks magns af amfetamíni. Sjálf reyndist konan vera sjöfalt yfir þeim mörkum. Í dómi Hæstaréttar segir að meiri líkur en minni eru á því að fíkniefnin væru komin frá mönnunum en ekki stúlkunni sjálfi. Sérfræðingur bar fyrir dómi að konan hafi lýst einkennum sem væru vel þekktar afleiðingar áfallastreitu og hefðu þessi einkenni komið í kjölfar þess atburðar sem hér um ræðir. Vitnið sagði vel þekkt að þeir, sem aðhefðust eitthvað sem samræmdist ekki þeirra „karakter", reyndu að útskýra það sem gerðist, jafnvel með því að búa til nýjar minningar. Annar sérfræðingur sagði að konan hefði sýnt einkenni sem samræmdust því að hún hefði mátt þola kynferðislegt ofbeldi. Þessi einkenni væru þekkt hjá þeim sem hefðu verið í aðstæðum þar sem þeir upplifðu sig bjargarlausa og óttaslegna. Hefði hegðun hennar verið mjög trúverðug miðað við að hún hefði upplifað eitthvað skelfilegt sem sæti í henni. Þá var vinkonu stúlkunnar varnað inngöngu í herbergið þar sem kynmökin fóru fram en einn af mönnunum stóð í hurðinni og meinaði henni að hafa afskipti af vinkonu sinni. Í dómnum kemur fram að aðstaðan hafi verið öll á þann veg að ókleift væri að útiloka að stúlkan hafi upplifað hana sem nauðung sem hún hafi mátt þola. „Þegar allt framangreint er virt telst ekki, gegn eindreginni neitun ákærðu, fram komin nægileg sönnun þess að hún hafi af ásetningi borið mennina röngum sökum eins og nánar er lýst í ákæru." Stúlkan var því sýknuð.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira