Lífið

Íbúð Jimi Hendrix til sýnis

Íbúð gítarsnillingsins verður opin almenningi í tólf daga í næsta mánuði.
Íbúð gítarsnillingsins verður opin almenningi í tólf daga í næsta mánuði.
Íbúð gítarsnillingsins sáluga Jimi Hendrix í miðborg London verður opnuð fyrir almenningi í næsta mánuði í tilefni þess að fjörutíu ár eru liðin frá dauða hans. Íbúðin, sem er staðsett í Mayfair-hverfinu, verður opin í tólf daga. Þar samdi Hendrix fjölda laga og spilaði einnig fyrir gesti.

Opnunin er hluti af sýningunni Hendrix í Bretlandi sem verður haldin í Handel House-safninu. Þar verður meðal annars til sýnis appelsínugulur jakki og víður hattur sem gítarleikarinn klæddist á tónleikum.

„Við erum hæstánægð með að opna íbúðina hans sem var sannkallað heimili Hendrix á meðan hann var hann var á nánast endalausri tónleikaferð um Bretland og fleiri lönd,“ sagði stjórnandi safnsins.

Hendrix lést árið 1970, aðeins 27 ára. Hann leigði íbúðina í London með kærustu sinni Kathy Etchingham. Tónskáldið George Handel bjó áður í íbúðinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.