Um spillinguna 6. febrúar 2010 06:00 Ástráður Haraldsson skrifar um meinta spillingu Í þættinum Silfur Egils sem sýndur var í ríkissjónvarpinu síðastliðinn sunnudag var birt ítarlegt viðtal umsjónarmannsins við fræðimann sem starfar við sjálfan Háskóla Íslands og heitir Hákon Hrafn Sigurðsson. Sá kvaðst mættur til að gera grein fyrir ítarlegum rannsóknum sínum á spillingunni í samfélaginu og hafði með sér þykkan skjalabunka. Í inngangi sínum lýsti fræðimaðurinn því að hann væri með rannsóknum sínum sem háskólaborgari að starfa í anda Páls Skúlasonar og að þjóðfélagsrýni hans væri viðleitni til að starfa í anda gagnrýninnar hugsunar. Meðal þess sem fræðimaðurinn fjallaði um voru rannsóknir hans á fjármálum Háskólans á Bifröst. Í því sambandi nefndi fræðimaðurinn viðskipti Bifrastar við Nýsi hf. Sagði frá því að í byrjun júní 2009 hefði Bifröst keypt af Nýsi hlutafélagið Mostur við verði sem að hans mati væri óeðlilega lágt. Lét um leið að því liggja að mikil ástæða væri til að tortryggja hlut undirritaðs í þessu sambandi þar sem ég er skiptastjóri Nýsis og kennari við Bifröst og á sæti í stjórn skólans. Þetta er auðvitað voðalegt. Það sem fræðimaðurinn missti hins vegar af er það að Nýsir hf. varð ekki gjaldþrota fyrr en í október 2009. Þeir sem stóðu að málum í júní 2009 fyrir Nýsi voru stjórnarmenn Nýsis en ekki skiptastjórar. Þeir voru enda ekki skipaðir fyrr en við gjaldþrotaúrskurðinn fjórum mánuðum síðar. Undirritaður kom því hvergi að málum nema sem almennur stjórnarmaður í stjórn Bifrastar. Ég hef reynt að hafa samband við fræðimanninn og leiðrétta umfjöllun hans en hann hefur (enn) ekki séð ástæðu til að lagfæra frásögn sína. Ég reyndi líka að ræða við umsjónarmann Silfurs Egils en hann vildi lítið við mig ræða og hafði bersýnilega ekki áhuga á öðrum staðreyndum en þeim sem hann var sjálfur búinn að matreiða. Síðast reyndi ég svo að ræða við útvarpsstjóra. Þetta gerði ég í trausti þess að hjá þeirri stofnun væri vilji til að segja satt og rétt frá og leiðrétta það sem úrskeiðis kynni að fara. Þetta hefur því miður reynst misskilningur minn. Útvarpsstjórinn má ekki vera að því að ræða við almenna lögmenn út í bæ. Að minnsta kosti ekki undirritaðan. Mikil umræða fer nú fram um það sem miður hefur farið í fjármálum þjóðarinnar. Það er eðlilegt. Ýmsar djarfar fullyrðingar koma fram. Það er að vonum. Mikið óskaplega væri nú samt mikilvægt ef við gætum treyst því að mikilvægustu fréttamiðlar landsins gerðu lágmarkskröfur um undirbyggingu fullyrðinga um hegningarlagabrot nafngreindra einstaklinga áður en þeim er útvarpað. Höfundur er hæstaréttarlögmaður í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Ódýrt í sund í Kópavogi Nokkur umræða hefur spunnist um 120 króna gjald sem tekið verður af 67 ára og eldri í sundlaugum Kópavogs. Af því tilefni leyfi ég mér í fyllstu vinsemd að benda á nokkrar staðreyndir. 8. febrúar 2010 06:00 Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Ástráður Haraldsson skrifar um meinta spillingu Í þættinum Silfur Egils sem sýndur var í ríkissjónvarpinu síðastliðinn sunnudag var birt ítarlegt viðtal umsjónarmannsins við fræðimann sem starfar við sjálfan Háskóla Íslands og heitir Hákon Hrafn Sigurðsson. Sá kvaðst mættur til að gera grein fyrir ítarlegum rannsóknum sínum á spillingunni í samfélaginu og hafði með sér þykkan skjalabunka. Í inngangi sínum lýsti fræðimaðurinn því að hann væri með rannsóknum sínum sem háskólaborgari að starfa í anda Páls Skúlasonar og að þjóðfélagsrýni hans væri viðleitni til að starfa í anda gagnrýninnar hugsunar. Meðal þess sem fræðimaðurinn fjallaði um voru rannsóknir hans á fjármálum Háskólans á Bifröst. Í því sambandi nefndi fræðimaðurinn viðskipti Bifrastar við Nýsi hf. Sagði frá því að í byrjun júní 2009 hefði Bifröst keypt af Nýsi hlutafélagið Mostur við verði sem að hans mati væri óeðlilega lágt. Lét um leið að því liggja að mikil ástæða væri til að tortryggja hlut undirritaðs í þessu sambandi þar sem ég er skiptastjóri Nýsis og kennari við Bifröst og á sæti í stjórn skólans. Þetta er auðvitað voðalegt. Það sem fræðimaðurinn missti hins vegar af er það að Nýsir hf. varð ekki gjaldþrota fyrr en í október 2009. Þeir sem stóðu að málum í júní 2009 fyrir Nýsi voru stjórnarmenn Nýsis en ekki skiptastjórar. Þeir voru enda ekki skipaðir fyrr en við gjaldþrotaúrskurðinn fjórum mánuðum síðar. Undirritaður kom því hvergi að málum nema sem almennur stjórnarmaður í stjórn Bifrastar. Ég hef reynt að hafa samband við fræðimanninn og leiðrétta umfjöllun hans en hann hefur (enn) ekki séð ástæðu til að lagfæra frásögn sína. Ég reyndi líka að ræða við umsjónarmann Silfurs Egils en hann vildi lítið við mig ræða og hafði bersýnilega ekki áhuga á öðrum staðreyndum en þeim sem hann var sjálfur búinn að matreiða. Síðast reyndi ég svo að ræða við útvarpsstjóra. Þetta gerði ég í trausti þess að hjá þeirri stofnun væri vilji til að segja satt og rétt frá og leiðrétta það sem úrskeiðis kynni að fara. Þetta hefur því miður reynst misskilningur minn. Útvarpsstjórinn má ekki vera að því að ræða við almenna lögmenn út í bæ. Að minnsta kosti ekki undirritaðan. Mikil umræða fer nú fram um það sem miður hefur farið í fjármálum þjóðarinnar. Það er eðlilegt. Ýmsar djarfar fullyrðingar koma fram. Það er að vonum. Mikið óskaplega væri nú samt mikilvægt ef við gætum treyst því að mikilvægustu fréttamiðlar landsins gerðu lágmarkskröfur um undirbyggingu fullyrðinga um hegningarlagabrot nafngreindra einstaklinga áður en þeim er útvarpað. Höfundur er hæstaréttarlögmaður í Reykjavík.
Ódýrt í sund í Kópavogi Nokkur umræða hefur spunnist um 120 króna gjald sem tekið verður af 67 ára og eldri í sundlaugum Kópavogs. Af því tilefni leyfi ég mér í fyllstu vinsemd að benda á nokkrar staðreyndir. 8. febrúar 2010 06:00
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun