Erlent

Kínverjar ósáttir vegna friðarverðlauna Nóbels

Liu Xiaobo.
Liu Xiaobo.
Kínverjar eru allt annað en sáttir við þá ákvörðun norsku Nóbelsnefndarinnar að veita andófsmanninum Liu Xiaobo friðarverðlaun nefndarinnar í ár. Sendiherra Norðmanna var kallaður á teppið í Peking skömmu eftir að greint var frá því að Xiaobo fengi verðlaunin í þetta sinn. Þá var lokað fyrir útsendingar vestrænna fjölmiðla um tíma í dag vegna verðlaunaveitingarinnar. Í yfirlýsingu kínverska utanríkisráðuneytisins segir að Xiaobo sé dæmdur glæpamaður og að ákvörðun Nóbelsnefndarinnar komi til með að skaða samskipti Kínverja og Norðmanna.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hvatti kínversk stjórnvöld í dag til þess að láta Xiaobo lausan úr fangelsi. Það gerði einnig fleiri þjóðarleiðtogar.




Tengdar fréttir

Ræddu um friðarverðlaunhafa Nóbels

Jón Gnarr, borgarstjóri, fundaði í dag með Sir. John Ralston Saul, forseta alþjóðlega rithöfundasambandsins PEN. Tilefni fundarins var áskorun Jón til kínverskra stjórnvalda vegna Liu Xiaobo sem hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár. Þetta var tilkynnt í Osló í morgun. Liu situr nú í fangelsi í heimalandi sínu fyrir að hvetja til pólitískra umbóta og aukins tjáningar- og trúfrelsis.

Obama hvetur Kínverja til að sleppa Liu Xiaobo

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hvatti kínversk stjórnvöld í dag til þess að láta Liu Xiaobo, friðarverðlaunahafa Nóbels, lausan úr fangelsi. Xiaobo var dæmdur í 11 ára fangelsi fyrir að hvetja til pólitískra umbóta og aukins tjáningar- og trúfrelsis.

Amnesty hvetur Kínverja til að sleppa samviskuföngum

Amnesty International hvetur kínversk stjórnvöld til að leysa alla samviskufanga í landinu úr haldi, þeirra á meðal baráttumanninn Liu Xiaobo sem fékk friðarverðlaun Nóbels í morgun.

Liu Xiaobo fær friðarverðlaun Nóbels

Kínverski andófsmaðurinn Liu Xiaobo hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár. Þetta var tilkynnt í Osló í morgun. Liu situr nú í fangelsi í heimalandi sínu fyrir að hvetja til pólitískra umbóta og aukins tjáningar- og trúfrelsis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×