Innlent

Vötnin að þorna upp vegna hita og þurrks

Vatnið er nánast að engu orðið eftir hitatíð og þurrkasumar.
Vatnið er nánast að engu orðið eftir hitatíð og þurrkasumar.
„Þessi lága vatnsstaða er nú einfaldlega vegna þess hversu heitt hefur verið í veðri og úrkomulítið,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, um óvenjulega lágt yfirborð stöðuvatna á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir.

Óli Þór segir það hefðbundið að vatnsstaðan sé tiltölulega lág í ágúst og september. Hann kveðst ekki geta svarað því hvort ástandið nú sé sérstakt í sögulegu samhengi þar sem Veðurstofan hafi fremur nýlega tekið vatnamælingar frá Orkustofnun.

Staðan hér á höfuðborgarsvæðinu er alls ekki einstök. Til dæmis hefur verið vatnslítið á Vesturlandi og á Ströndum, þar sem Óli Þór segir sum stöðuvötn vart svip hjá sjón.

Þegar svona miklir þurrkar hafa verið þarf mikla úrkomu til að rétta stöðuna af. „Þetta gæti farið að lagast ef það koma nokkrir góðir rigningardagar. Þegar jarðvegurinn er orðinn svona þurr og harður rennur vatnið ofan af honum. Það þarf fyrst að blotna vel í til að vatnið haldist,“ segir Óli Þór, sem einmitt kveður von um rigningu á næstu dögum.

Rauðavatn virðist sérstaklega illa leikið af vatnsleysi. Óli Þór segir það og fleiri vötn á höfðuborgarsvæðinu gjalda fyrir hversu hátt þau standi. „Það er lítið aðrennsli svo þessi vötn eru mjög háð úrkomunni,“ segir veðurfræðingurinn.gar@frettabladid.is
Reynisvatn Vatnsbakkinn á Reynisvatni stendur vel upp úr sjálfun vatninu.
Elliðavatn Gamla miðlunarlónið Elliðavatn lætur einnig á sjá í þurrkatíðinni.


Vífilsstaðavatn Yfiborð Vífilsstaðavatns hefur lækkað nokkuð.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×