Tækifæri í heilsugæslunni Elsa B. Friðfinnsdóttir skrifar 10. desember 2010 06:30 Í grein í Fréttablaðinu í gær er fjallað um umræður á Alþingi þar sem þingmenn ræddu leiðir út úr þeim vanda sem viðvarandi fækkun heimilislækna skapar í heilsugæslunni um allt land. Tvær leiðir voru nefndar þ.e. að mennta nýja stétt aðstoðarmanna lækna eða að auka réttindi hjúkrunarfræðinga til að greina sjúkdóma eða ávísa lyfjum. Viðfangsefni heilsugæslunnar eru fjölmörg og mikilvægt að þeir sem þangað leita geti fengið þjónustu frá þeim fagmönnum sem besta þekkingu hafa á hverju viðfangsefni. Heilsugæslan þarf að vera skipulögð þannig, bæði í áherslum og mannafla, að hún standi undir nafni sem heilsugæsla í stað þess að vera fyrst og fremst læknamóttaka. Því þarf að fjölga þeim fagstéttum sem taka virkan þátt í störfum innan heilsugæslunnar. Efla þarf hlutverk hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga, félagsráðgjafa, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa o.fl. fagstétta. Það er ekki keppikefli hjúkrunarfræðinga að sjúkdómsgreina, það gera læknar. Hjúkrunarfræðingar geta hins vegar tekið að sér sérhæfða móttöku fyrir langveika sjúklinga, aldraða og unglinga. Þeir geta haft eftirlit með heilsu og líðan einstaklinga og sinnt heilsuvernd, heilsueflingu og forvörnum, unnið vistunarmat og umsóknir um ýmsa aðstoð s.s. hjálpartæki, stoðþjónustu og hvíldarpláss. Hjúkrunarfræðingar geta endurnýjað lyfseðla hjá einstaklingum sem hafa langvinna sjúkdóma. Þeir geta sinnt slysamóttöku og geta tekið að sér aukna þjónustu þar s.s. að sauma minni sár, leggja gifs, sjá um endurkomur o.fl. Það er ekki þörf fyrir nýja heilbrigðisstétt til að leysa skort á heimilislæknum eða til að efla heilsugæsluna. Með samstarfi þeirra heilbrigðisstétta sem þegar ættu að starfa innan heilsugæslunnar og tilflutningi verkefna milli þeirra, er hægt að tryggja aukna þjónustu og að þeir sem til heilsugæslunnar leita fái ætíð þjónustu þeirra sem mesta þekkingu hafa á hverju sviði. Í slíku samstarfi felst þá jafnframt að hver og einn fagmaður leitar ráðgjafar og eftir atvikum vísar verkefnum til annarra eftir því sem við á. Þannig nýtist fagþekking og fjármunir heilsugæslunnar best. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu í gær er fjallað um umræður á Alþingi þar sem þingmenn ræddu leiðir út úr þeim vanda sem viðvarandi fækkun heimilislækna skapar í heilsugæslunni um allt land. Tvær leiðir voru nefndar þ.e. að mennta nýja stétt aðstoðarmanna lækna eða að auka réttindi hjúkrunarfræðinga til að greina sjúkdóma eða ávísa lyfjum. Viðfangsefni heilsugæslunnar eru fjölmörg og mikilvægt að þeir sem þangað leita geti fengið þjónustu frá þeim fagmönnum sem besta þekkingu hafa á hverju viðfangsefni. Heilsugæslan þarf að vera skipulögð þannig, bæði í áherslum og mannafla, að hún standi undir nafni sem heilsugæsla í stað þess að vera fyrst og fremst læknamóttaka. Því þarf að fjölga þeim fagstéttum sem taka virkan þátt í störfum innan heilsugæslunnar. Efla þarf hlutverk hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga, félagsráðgjafa, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa o.fl. fagstétta. Það er ekki keppikefli hjúkrunarfræðinga að sjúkdómsgreina, það gera læknar. Hjúkrunarfræðingar geta hins vegar tekið að sér sérhæfða móttöku fyrir langveika sjúklinga, aldraða og unglinga. Þeir geta haft eftirlit með heilsu og líðan einstaklinga og sinnt heilsuvernd, heilsueflingu og forvörnum, unnið vistunarmat og umsóknir um ýmsa aðstoð s.s. hjálpartæki, stoðþjónustu og hvíldarpláss. Hjúkrunarfræðingar geta endurnýjað lyfseðla hjá einstaklingum sem hafa langvinna sjúkdóma. Þeir geta sinnt slysamóttöku og geta tekið að sér aukna þjónustu þar s.s. að sauma minni sár, leggja gifs, sjá um endurkomur o.fl. Það er ekki þörf fyrir nýja heilbrigðisstétt til að leysa skort á heimilislæknum eða til að efla heilsugæsluna. Með samstarfi þeirra heilbrigðisstétta sem þegar ættu að starfa innan heilsugæslunnar og tilflutningi verkefna milli þeirra, er hægt að tryggja aukna þjónustu og að þeir sem til heilsugæslunnar leita fái ætíð þjónustu þeirra sem mesta þekkingu hafa á hverju sviði. Í slíku samstarfi felst þá jafnframt að hver og einn fagmaður leitar ráðgjafar og eftir atvikum vísar verkefnum til annarra eftir því sem við á. Þannig nýtist fagþekking og fjármunir heilsugæslunnar best.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun